Samfélagsmiðlar

Innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli til skoðunar

Bombardier Q400

Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð. Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð.
Síðustu þrjú sumur hefur Flugfélag Íslands boðið upp á sumarflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Stjórnendur fyrirtækisins kanna nú möguleikan á því að starfrækja flugið utan háannatíma. „Við erum ekki komnir með endanlega niðurstöðu í það hvort og þá hvenær við gætum hafið flug frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar á öðrum árstímum en nú er. Það er enn til skoðunar en við vonumst til að það liggi fyrir á næstu vikum”, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, aðspurður um innanlandsflugsflug félagsins frá Keflavíkurflugvelli. Ef niðurstaða stjórnenda Flugfélags Íslands verði sú að auka umsvifin í þessari stærstu flughöfn landsins þá yrði starfsemin þar alltaf viðbót við núverandi markað á Reykjavíkurflugvelli að sögn Árna.

Tenging fyrir ferðamenn og heimamenn

Líkt og kom fram í grein Túrista í síðustu viku þá telja forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndum það vera mjög mikilvægt, fyrir dreifingu ferðamanna í sínum löndum, að boðið sé upp á innanlandsferðir frá aðalflugvelli hvers lands. Keflavíkurflugvöllur nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að þaðan fljúga allar þotur til útlanda ef frá eru taldar sumarferðir til Akureyrar. Erlendir ferðamenn sem ætla í innanlandsflug verða því að koma sér á Reykjavíkurflugvöll. Á sama hátt getur fólk á landsbyggðinni ekki flogið til útlanda frá sínum heimaflugvelli með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, öfugt við það sem íbúar í dreifðari byggðum á hinum Norðurlöndunum geta gert. Sú staða gæti hins vegar breyst með auknu innanlandsflugi frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tímaspursmál hvenær hlutirnir ganga upp

„Það geta tækifæri falist í því að tengja með enn ríkari hætti millilandaflug og innanlandsflug, sér í lagi yfir vetrartímann,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar aðspurður um hvort samtökin líti þessa tengingu flugferða sömu augum og forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndunum. „Að vissu leyti er verið að bjóða upp á slíka lausn því Flugfélag Íslands hefur undanfarin þrjú sumur boðið upp á beint flug frá Keflavík til Akureyrar. Viðtökur hafa verið þokkalegar, en forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mikilvægt að skoða þessa lausn áfram,“ segir Skapti Örn. „Innviðir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hafa batnað og framboð á afþreyingu aukist. Það er vonandi tímaspursmál hvenær hlutirnir fara að ganga upp og framboð og eftirspurn haldist betur í hendur.“ Skapti Örn segir vetrarferðamennsku á landsbyggðinni hafa verið að sækja í sig veðrið. „Norðurland er sannarlega komið á kortið sem ákjósanlegur vetraráfangastaður, t.d. fyrir þá sem sækja í snjó og skíði. Þá á Austurland mikið inni, enda er þar m.a. að finna framúrskarandi skíðasvæði. Það myndi því styrkja ferðaþjónustu á þessum svæðum ef betur gengi að tengja saman millilandaflug og innanlandsflug.“

Aukning í ár

Þegar litið er til tímabilsins 2011 til 2016 þá sést að farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli hefur nær tvöfaldast en samdráttur hefur orðið á öðrum flugvöllum landsins. Staðan hefur hins vegar batnað í ár að sögn Skapta. „Það sem af er þessu ári höfum við verið að sjá 30 prósent aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem nýta sér innanlandsflug og er það í línu við aukningu á komum erlendra ferðamanna til landsins,“ segir Skapti Örn. „Þá eru merki um að Íslendingar nýti sér innanlandsflug í ríkari mæli og helst það í hendur við kaupmáttaraukningu í landinu.“
Samkvæmt flugtölum frá Islavia þá fjölgaði farþegum á innanlandsflugvöllunum um 7 prósent fyrstu sjö mánuði þessa árs en aukning á Keflavíkurflugvelli nemur nærri 35 prósentum.

Nýtt efni

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …