Samfélagsmiðlar

Innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli til skoðunar

Bombardier Q400

Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð. Millilending við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og leið út í heim gæti orðið raunhæfur kostur fyrir íslenska farþega og erlenda ferðamenn í nánustu framtíð.
Síðustu þrjú sumur hefur Flugfélag Íslands boðið upp á sumarflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Stjórnendur fyrirtækisins kanna nú möguleikan á því að starfrækja flugið utan háannatíma. „Við erum ekki komnir með endanlega niðurstöðu í það hvort og þá hvenær við gætum hafið flug frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar á öðrum árstímum en nú er. Það er enn til skoðunar en við vonumst til að það liggi fyrir á næstu vikum”, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, aðspurður um innanlandsflugsflug félagsins frá Keflavíkurflugvelli. Ef niðurstaða stjórnenda Flugfélags Íslands verði sú að auka umsvifin í þessari stærstu flughöfn landsins þá yrði starfsemin þar alltaf viðbót við núverandi markað á Reykjavíkurflugvelli að sögn Árna.

Tenging fyrir ferðamenn og heimamenn

Líkt og kom fram í grein Túrista í síðustu viku þá telja forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndum það vera mjög mikilvægt, fyrir dreifingu ferðamanna í sínum löndum, að boðið sé upp á innanlandsferðir frá aðalflugvelli hvers lands. Keflavíkurflugvöllur nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að þaðan fljúga allar þotur til útlanda ef frá eru taldar sumarferðir til Akureyrar. Erlendir ferðamenn sem ætla í innanlandsflug verða því að koma sér á Reykjavíkurflugvöll. Á sama hátt getur fólk á landsbyggðinni ekki flogið til útlanda frá sínum heimaflugvelli með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, öfugt við það sem íbúar í dreifðari byggðum á hinum Norðurlöndunum geta gert. Sú staða gæti hins vegar breyst með auknu innanlandsflugi frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tímaspursmál hvenær hlutirnir ganga upp

„Það geta tækifæri falist í því að tengja með enn ríkari hætti millilandaflug og innanlandsflug, sér í lagi yfir vetrartímann,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar aðspurður um hvort samtökin líti þessa tengingu flugferða sömu augum og forsvarsmenn ferðamála á Norðurlöndunum. „Að vissu leyti er verið að bjóða upp á slíka lausn því Flugfélag Íslands hefur undanfarin þrjú sumur boðið upp á beint flug frá Keflavík til Akureyrar. Viðtökur hafa verið þokkalegar, en forsvarsmenn fyrirtækisins telja þó mikilvægt að skoða þessa lausn áfram,“ segir Skapti Örn. „Innviðir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu á landsbyggðinni hafa batnað og framboð á afþreyingu aukist. Það er vonandi tímaspursmál hvenær hlutirnir fara að ganga upp og framboð og eftirspurn haldist betur í hendur.“ Skapti Örn segir vetrarferðamennsku á landsbyggðinni hafa verið að sækja í sig veðrið. „Norðurland er sannarlega komið á kortið sem ákjósanlegur vetraráfangastaður, t.d. fyrir þá sem sækja í snjó og skíði. Þá á Austurland mikið inni, enda er þar m.a. að finna framúrskarandi skíðasvæði. Það myndi því styrkja ferðaþjónustu á þessum svæðum ef betur gengi að tengja saman millilandaflug og innanlandsflug.“

Aukning í ár

Þegar litið er til tímabilsins 2011 til 2016 þá sést að farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli hefur nær tvöfaldast en samdráttur hefur orðið á öðrum flugvöllum landsins. Staðan hefur hins vegar batnað í ár að sögn Skapta. „Það sem af er þessu ári höfum við verið að sjá 30 prósent aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem nýta sér innanlandsflug og er það í línu við aukningu á komum erlendra ferðamanna til landsins,“ segir Skapti Örn. „Þá eru merki um að Íslendingar nýti sér innanlandsflug í ríkari mæli og helst það í hendur við kaupmáttaraukningu í landinu.“
Samkvæmt flugtölum frá Islavia þá fjölgaði farþegum á innanlandsflugvöllunum um 7 prósent fyrstu sjö mánuði þessa árs en aukning á Keflavíkurflugvelli nemur nærri 35 prósentum.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …