Samfélagsmiðlar

Mikilvægt fyrir ferðaþjónustu að tengja saman innanlands- og milllilandaflug

kef farthegar

Forsvarsmenn ferðamála í Finnlandi, Noregi og Danmörku segja það skipta miklu máli að ferðamenn geti flogið út á land beint frá aðalflugvöllum landanna. Sá kostur er hins vegar ekki í boði fyrir ferðafólk á Íslandi.
Þoturnar sem taka á loft frá Keflavíkurflugvelli setja allar stefnuna á útlönd á meðan innanlandsflug er stór hluti af umferðinni um helstu flugvelli Norðurlanda og einnig annars staðar í Evrópu. Ferðamenn sem lenda á Óslóarflugvelli geta til að mynda flogið þaðan beint til á annars tugs norskra borga og bæja. Og þessar samgöngur eru afgerandi fyrir fyrir íbúa og aðkomufólk í landshlutum þessa langa lands að mati Stein Ove Rolland, talsmanns, ferðamálaráðs Noregs. „Óslóarflugvöllur er klárlega mikilvægasta gáttin fyrir ferðamenn inn í Noregi en við viljum að þeir upplifi meira en bara höfuðborgina. Þeir eiga líka að sjá Bergen og firðina, fara til Stavanger, Þrándheims eða Bodö, Tromsö, Lófóten o.s.frv. Flugsamgöngurnar á milli Óslóar og þessara staða eru því þýðingarmiklar. Þær binda Noreg og útlandið saman.“

Íslenska kerfið yrði áskorun fyrir Finna

Líkt og í Noregi geta fjarlægðirnar verið miklar í Finnlandi og frá Helsinki-Vantaa, stærsta flugvelli Finna, er boðið upp á flug innanlands og utan. Þetta fyrirkomulag er mjög þýðingarmikið fyrir ferðaþjónustuna þar í landi segir Paavo Virkkunen, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Finnlands, í svari til Túrista. „Ég ímynda mér að það myndi valda alvarlegum skaða á ferðaþjónstuframboðinu ef það væri nauðsynlegt að skipta um flugvöll í Helsinki til að komast í innanlandsflug og það myndi því vera mikil áskorun að fást við það. Til allrar hamingju eru engar líkur á sú staða komi upp.” Virkkunen bendir hins vegar á að Reykjavík sé mikilvægari áfangastaður fyrir ferðamenn hér á landi en Helsinki er fyrir túrista í Finnlandi og aðstæður því ekki alveg sambærilegar. Að mati Virkkunen er það því skiljanlegt að boðið sé upp á flug úr miðborg Reykjavíkur þar sem höfuðborgin sé stór hluti af ferðaáætlun fólks hér á landi. Enda yrði það mun tímafreka fyrir ferðamenn að þurfa að keyra frá Reykjavík til Keflavíkur í miðri dagskrá en að koma sér út á Reykjavíkurflugvöll.

Mikilvægt að þjónustan sé aðgengileg

Þó Danmörk sé mun minna land en Noregur og Finnland og með góðar lestarsamgöngur þá er Lars Erik Jøhnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri ferðamálaráðs Danmerkur, þeirrar skoðunar að öflugt innanlandsflug sé mikilvægt fyrir Danmörku. „Það er engin vafi á því að í ferðaþjónustu hefur það mikla þýðingu að hlutirnir séu aðgengilegir. Bæði fyrir þá sem eru í vinnuferðum og þá sem eru í fríi. Kaupmannahafnarflugvöllur hefur að sjálfsögðu afgerandi þýðingu fyrir ferðageirann í höfuðborginni en á sama tíma er það einnig mikilvægt fyrir danska ferðaþjónstu að erlendir ferðamenn geti flogið beint frá sínum heimalöndum og til fjölda flugvalla fyrir utan Kaupmannahöfn.“ Jøhnsson bætir því við að þó ekki séu til neinar mælingar á því hversu vel erlendir ferðamenn í Danmörku nýti sér innanlandsflug þá sé hann sannfærður um að ferðirnar til og frá Kaupmannahöfn séu hluti af því að fá túrista út á land.

Margir millilenda aðeins í Ósló

Sem fyrr segir er innanlandsflug stór hluti af heildarumferðinni um stærstu flugvelli Evrópu og til að mynda var vægi þess um 30 prósent á Óslóarflugvelli í fyrra og stór hluti þeirra farþega sem nýtir sér innanlandsflugið þar millilendir aðeins í Ósló á leið sinni frá útlöndum og til annarra hluta Noregs eða öfugt. Fyrstu sjö mánuðina í ár hafa til að mynda 6,4 milljónir flogið innanlands til og frá Óslóarflugvelli og þar af voru tæpar 2 milljónir skiptifarþegar. Af heildarfarþegafjöldanum á Óslóarflugvelli eru þessi farþegahópur um 15 prósent af heildarfarþegafjöldanum að frádregnum skiptifarþegum á leið til útlanda. Einn af hverjum sjö farþegum á Óslóarflugvelli millilendir sem sagt þar á leið sinni í eða úr innanlandsflugi. Á sumum flugleiðum er vægi skiptifarþega frá útlöndum mun hærra eða allt að 30 prósent samkvæmt tölum sem Túristi hefur fengið frá Óslóarflugvelli. Þar getur verið um að ræða norska og útlenda farþega. Þess má geta að Óslóarflugvöllur, stundum kenndur við Gardermoen, er 50 kílómetrum fyrir sunnan höfuðborgina sjálfa, ögn lengra í burtu en Keflavíkurflugvöllur er frá Reykjavík. Hins vegar gengur hraðlest á milli flugstöðvarinnar og miðborgar Óslóar sem gerir samgöngurnar auðveldar.

Gætu fyllt nokkrar Bomdardier á dag í Keflavík

Á hverjum degi lenda á bilinu 2.500 til 8.000 erlendir ferðamenn á Keflavíkurflugvelli og 1 til 2 þúsund Íslendingar. Ef skiptiflug þaðan út á land yrði álíka vinsælt og það er á Óslóarflugvelli þá myndu 500 til 1.500 farþegar á dag kjósa að fljúga þaðan og beint út á land. En þar sem vegalengdirnar eru í mörgum tilfellum styttri hér en í Noregi er óhætt að fullyrða að svo mikil yrði hlutdeild skiptifarþega í innanlandsflugi ekki á Keflavíkurflugvelli. Ef vægi þess yrði hins vegar fjórðungur af því sem þekkist í Noregi þá myndu skiptifarþegar í innanlandsflugi á Keflavíkurflugvelli daglega fylla tvær til sex Bombardier Q400 vélar eins og Flugfélag Íslands notar.
Með innanlandsflugi frá Keflavík yrði flug til útlanda líka einfaldari kostur fyrir íbúa víða um land. Austfirðingur sem keyrir í dag 700 kílómetra frá heimili að Keflavíkurflugvelli gæti þá hafið ferðalagið á Egilsstaðarflugvelli eða á Höfn, innritað töskurnar sínar þar og sótt þær á ný við komuna til útlanda líkt og íbúar í hinum dreifðari byggðum Noregs og Finnlands geta gert þegar þeir fljúga til og frá útlöndum.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …