Ísland öruggast í heimi

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Það ríkir aukinn ófriður í heiminum en áfram er Ísland í efsta sæti á lista yfir friðsælustu löndin. Bandaríkin og Bretland eru neðarlega á blaði. Það ríkir aukinn ófriður í heiminum en áfram er Ísland í efsta sæti á lista yfir friðsælustu löndin. Bandaríkin og Bretland eru neðarlega á blaði.
Tíðari hryðjuverk og pólitískur órói eru ástæðurnar fyrir því að heimurinn er óöruggari í dag en hann var í fyrra. Þetta er mati sérfræðinga Institute for Economics and Peace sem árlega gefa út friðarvísitölu sína þar sem 163 þjóðríki eru dæmd út frá tíðni glæpa, fjölda morða og hryðjuverka, útgjalda til hermála og fleira. Ekkert ríki kemur eins vel út úr þessu mati og Ísland gerir og landið því friðsælasta ríki heims annað árið í röð að mati stofnunarinnar.
Í öðru sæti er Danmörk og þar á eftir kemur Austurríki en Sýrland er hins vegar óöruggasta lands heims eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Bandaríkin ekki á topp 100

Þegar litið er til þeirra friðsældar þeirra landa þar sem íslenskir ferðamenn venja komur sínar, m.a. vegna góðra flugsamgagna, þá kemur í ljós að Bandaríkin eru aðeins í 103 sæti á listanum, mitt á milli Gíneu og Kambódíu. Staða Breta hefur versnað og fellur landið um átta sæti og niður í það fertugasta og sjöunda en samkvæmt skýrslu Institute for Economics and Peace skrifast lág einkunn þessara tveggja landa aðallega á hernaðarumsvif þeirra á fjarlægari slóðum. Af löndum Evrópu eru það hins vegar Frakkland, Belgía og Tyrkland sem lækka mest frá því í fyrra, en þau tvö fyrrnefndu eru hins vegar ofar á blaði en Bretland. Frakkland er einu sæti fyrir ofan Breta og Belgía í því átjánda. Tyrkir eru hins vegar í sæti númer 145.