Samfélagsmiðlar

Ísland öruggast í heimi

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Það ríkir aukinn ófriður í heiminum en áfram er Ísland í efsta sæti á lista yfir friðsælustu löndin. Bandaríkin og Bretland eru neðarlega á blaði. Það ríkir aukinn ófriður í heiminum en áfram er Ísland í efsta sæti á lista yfir friðsælustu löndin. Bandaríkin og Bretland eru neðarlega á blaði.
Tíðari hryðjuverk og pólitískur órói eru ástæðurnar fyrir því að heimurinn er óöruggari í dag en hann var í fyrra. Þetta er mati sérfræðinga Institute for Economics and Peace sem árlega gefa út friðarvísitölu sína þar sem 163 þjóðríki eru dæmd út frá tíðni glæpa, fjölda morða og hryðjuverka, útgjalda til hermála og fleira. Ekkert ríki kemur eins vel út úr þessu mati og Ísland gerir og landið því friðsælasta ríki heims annað árið í röð að mati stofnunarinnar.
Í öðru sæti er Danmörk og þar á eftir kemur Austurríki en Sýrland er hins vegar óöruggasta lands heims eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Bandaríkin ekki á topp 100

Þegar litið er til þeirra friðsældar þeirra landa þar sem íslenskir ferðamenn venja komur sínar, m.a. vegna góðra flugsamgagna, þá kemur í ljós að Bandaríkin eru aðeins í 103 sæti á listanum, mitt á milli Gíneu og Kambódíu. Staða Breta hefur versnað og fellur landið um átta sæti og niður í það fertugasta og sjöunda en samkvæmt skýrslu Institute for Economics and Peace skrifast lág einkunn þessara tveggja landa aðallega á hernaðarumsvif þeirra á fjarlægari slóðum. Af löndum Evrópu eru það hins vegar Frakkland, Belgía og Tyrkland sem lækka mest frá því í fyrra, en þau tvö fyrrnefndu eru hins vegar ofar á blaði en Bretland. Frakkland er einu sæti fyrir ofan Breta og Belgía í því átjánda. Tyrkir eru hins vegar í sæti númer 145. 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …