Litlar breytingar á flokki bestu íslensku hótelanna

reykjavik vetur

Sex íslenskir gististaðir hlutu ein þekktustu verðlaunin sem veitt eru í ferðageiranum. Sex íslenskir gististaðir hlutu ein þekktustu verðlaunin sem veitt eru í ferðageiranum. 
Verðlaunaafhending World Travel Awards í Evrópu fór fram á laugardaginn en verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðaþjónustunni. Þar eru veittar viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum og til að mynda var þýska flugfélagið Lufthansa valið besta flugfélag álfunnar, flugvöllurinn í Zurich fékk gullið í sínum flokki og í flokki hótela fékk Ritz í París flest atkvæði. Hin rússneska Sankti Pétursborg var svo valinn áfangastaður ársins í Evrópu.
Einnig eru veitt verðlaun innan hvers lands fyrir sig og í Íslandsdeildinni var samtals 21 gististaður tilnefndur til verðlauna í sex flokkum. Sigurvegaranir voru þeir sömu og í fyrra nema í flokki dvalarstaða eða „resort“. Þar bar Bláa lónið sigur úr býtum í ár en Hótel Rangá fékk gullið í fyrra.
Þess ber að geta að hótelstjórar geta sjálfir tilnefnd gististaðina sína til verðlauna á World Travel Awards en sigurvegaranir eru fundir í netkosningu.

Sigurvegarar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2016

Besta hönnunarhótelið
ION Luxury Adventure Hotel
– einnig tilnefnd: 101 Hótel Reykjavík, Hótel Glymur og Centerhotel Þingholt.

Besta hótelið fyrir vinnuferðir

Radisson Blu Saga
– einnig tilnefnd: Grand Hótel, Radisson Blu 1919, Hilton Nordica, Hótel Borg.

Besta hótelið
Hótel Borg
– einnig tilnefnd: Alda Hótel, Grand Hótel, Hilton Nordica, Hótel Holt, Hótel Keflavík, ION Luxury Adventure Hótel, Radisson Blu 1919.

Besti dvalarstaðurinn (
Resort)

Bláa lónið
– einnig tilnefnd: Hótel Rangá og Radisson Blu Saga

Besta íbúðahótelið
Reykjavik4you Apartments
– einnig tilnefnd: Grettisborg Apartments, Room with a view, Stay Apartments Bolholt, Stay Apartments Einholt

Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)

Grand Hotel Reykjavik
– Residence Reykjavík Hótel og Reykjavík Hótel Centrum