Melrakkaslétta fær lof hjá BBC

heimsskautagerdid

Ferðamenn ættu að veita norðausturhorni Íslands meiri athygli að mati breskrar fréttakonu.
Þvert á ráðleggingar frá Húsvíkingi ákvað útsendari breska ríkisútvarpsins að halda út á Melrakkasléttu á ferð sinni um landið nýverið. Og það er skemmst frá því að segja að þessi þriggja daga krókur um norðausturhornið hafi komið fréttakonunni á óvart eins og lesa má um í grein hennar á ferðasíðu BBC. Þar er m.a. að finna umfjöllun og myndir frá Heimsskautagerðinu við Raufarhöfn, Finnafirði og Hraunhafnartanga og í lokaorðum greinarinnar segir að maður viti aldrei á hverju er von þegar ferðast er um þennan hluta landsins sem svo fáir ferðalangar heimsækja.

Enskur poppari og Andri Snær

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Melrakkasléttu eru gerð góð skil hjá breska ríkisútvarpinu því fyrir nokkrum árum síðan tók rithöfundurinn Andri Snær Magnason á móti útvarpsmanningum og tónlistarmanninum Jarvis Cocker í húsi fjölskyldu sinnar á svæðinu. Á skemmtilegan afrakstur þessarar heimsóknar má hlusta á hér

Hér fyrir neðan má svo sjá nýlega frétt Stöðvar 2 um Heimsskautagerðið: