Munurinn á Icelandair og WOW aldrei verið minni

saeti icelandair wow

Í farþegum talið þá er Icelandair rúmlega tvisvar sinnum stærra flugfélag en WOW air en bilið milli félaganna hefur farið ört minnkandi. Í farþegum talið þá er Icelandair rúmlega tvisvar sinnum stærra flugfélag en WOW air en bilið milli félaganna hefur farið ört minnkandi.
Í byrjun sumars 2012 fór WOW air jómfrúarferð sína og árið eftir var því fyrsta heila starfsár flugfélagsins. Þá flugu um 412 þúsund farþegar með félaginu en nærri 2,3 milljónir ferðuðust með Icelandair það ár. Munurinn á þessum tveimur flugfélögum var þá hátt í sexfaldur. Árið 2014 dró aðeins saman með félögunum en það var hins vegar ekki fyrr en WOW air hóf Ameríkuflug sitt í fyrra að farþegatölur félaganna tveggja fóru að nálgast og sú þróun hefur haldið áfram í ár. Á fyrri helmingi ársins munurinn rétt tæplega þrefaldur en ekki nema rúmlega tvöfaldur í síðasta mánuði. Farþegar Icelandair voru þá 484 þúsund en 227 þúsund flugu með WOW air og bilið hefur því aldrei verið minna eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.