Nýr fjölmiðill með fókus á ferðaþjónustuna

erlendir ferdamenn

Gestur.is er heiti nýrrar vefsíðu sem fer í loftið í næstu viku. Gestur.is er heiti nýrrar vefsíðu sem fer í loftið í næstu viku. 
„Þetta er frétta- og upplýsingamiðill fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Magnús Orri Schram, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, aðspurður upp hinn nýja fjölmiðil Gestur.is sem opnaður verðu í næstu viku. Auk Magnúsar Orra stendur Kjarninn að útgáfunni en ritstjóri vefsins verður Sara McMahon sem hefur starfað á 365. Til stendur að fjölga í ritstjórninni. 
Magnús Orri segir að líkja megi hinum nýja vef við Fiskifréttir því þar verði fjallað um það sem fólki í ferðaþjónustunni þyki fréttnæmt.