7 helgarflug í október á undir 24 þúsund krónur

paris Ile de la cite

Það er hægt að finna ódýra flugmiða í kringum næstu helgar þó stutt sé í brottför. Það er hægt að finna ódýra flugmiða í kringum næstu helgar þó stutt sé í brottför.
Haustferðir til útlanda hafa verið tíðar hjá Íslendingum síðustu ár og til að mynda hefur október verið einn vinsælasti ferðamánuður ársins. Og miðað við ferðagleði Íslendinga í ár þá eiga líklega margir hér á landi bókað far úr landi á næstu vikum. Þeir sem hafa hins vegar ekki gengið pantað flug en eru að spá í haustferð hafa úr töluverðu að moða en fargjöldin eru þó ekki á tombóluprís, sérstaklega í kringum helgarnar. Hér eru þó sjö helgarflug í október sem kosta á bilinu 17.521 til 23.997 krónur en þó aðeins ef enginn farangur er innritaður. Þeir sem ætla í verslunarleiðangur þurfa því að borga aukalega fyrir töskurnar.

Ódýrustu helgarflugin í október fyrir þá sem ferðast létt:

  1. Bristol með easyJet 13.-16.október: 17.521 kr.
  2. París með Transavia 7.-10.október: 18.569 kr.
  3. París með Transavia 14.-17.október: 18.569 kr.
  4. Bristol með easyJet 6.-9.október: 20.689 kr.
  5. Ósló með Norwegian 20.-23.október: 21347 kr.
  6. London með easyJet 7.-9.október: 22.795 kr.
  7. Frankfurt með WOW 13.-17.október:23.997 kr.

Ef þessar brottfarir og áfangastaðir og hreyfa ekki við þér þá mælir Túristi með leitarvél Momondo til að bera saman flugfargjöld. Hér má svo skoða tilboð á gistingu ef bókað er með stuttum fyrirvara.