Aldrei áður hafa jafn margir Íslendingar til útlanda yfir sumarið

Metið frá sumrinu 2007 var bætt um tíund í ár og nú þegar hafa fleiri Íslendingar ferðast út en allt árið 2011. Metið frá sumrinu 2007 var bætt um tíund í ár og nú þegar hafa fleiri Íslendingar ferðast út en allt árið 2011.
Nærri 167 þúsund íslenskir farþegar fóru í gegnum vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júní, júlí og ágúst og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir yfir sumarið. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna álíka ferðagleði en þá flugu rúmlega 151 þúsund Íslendingar til útlanda samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þátttaka íslenska knattspyrnulandsliðsins í Frakklandi í sumar er án nokkurs vafa helsta skýringin á þessum ferðafjölda en í júní sl. fóru til að mynda 67 þúsund Íslendingar til útlanda og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir í einum mánuði. Júlí var svo annar stærsti ferðamánuðurinn hjá Íslendingum en fyrir sumarið var júní 2007 sá mánuður sem flestir höfðu nýtt til ferðalaga út fyrir landsteinana eins og sjá má neðra grafinu hér fyrir neðan.
Eins og gefur að skilja þá eru Íslendingar sem fara fleiri en eina ferð taldir í hvert skipti sem þeir sýna vegabréfin sín við öryggishlið flugstöðvarinnar. Farþegar sem fóru úr landi með ferjum eða frá öðrum flugvöllum eru ekki með í þessari talningu Ferðamálastofu.