21 flugfélag í Íslandsflugi í september

Það voru að jafnaði farnar 73 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Áfram standa íslensku flugfélögin fyrir bróðurpartinum. Það voru að jafnaði farnar 73 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Áfram standa íslensku flugfélögin fyrir bróðurpartinum.
Umferð um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að aukast um tugi prósenta á milli tímabila. Í síðasta mánuði voru brottfarir í áætlunarflugi rétt tæplega 2.200 talsins sem er aukning um 39 prósent frá september í fyrra samkvæmt talningum Túrista. Af öllum þessum fjölda voru 58,4 prósent á vegum Icelandair og í 22,1 prósenum tilvika voru það þotur WOW sem tóku á loft. Í heilda stóðu því íslensku flugfélögin fyrir rétt rúmlega 8 af hverjum 10 ferðum og það er álíka hlutfall og síðustu ár eins og sjá má á súluritunum hér fyrir neðan.
Sem fyrr eru tölurnar byggðar á fjölda ferða en ekki farþegafjölda en þess má geta að í tilkynningu frá WOW air í síðustu viku kom fram að félagið hefði flutt 27 prósent þeirra farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í september. Hlutdeild félagsins mæld í farþegafjölda er s.s. hærri en þegar litið er til tíðni brottfara og er skýringin líklegast sú að WOW notast almennt við stærri þotur en hin flugfélögin á Keflavíkurflugvelli.