Bílaleigubílar ódýrari í Orlandó

Ef meðalstór bíll dugar þér í ferðalaginu um Flórída þá kostar þess konar ökutæki minna núna en á sama tíma fyrir 2 árum síðan. Öðru máli gegnir um sjö manna bíla.

orlando skilit

Þó dollarinn hafi styrkst síðustu misseri í samanburði við evru þá hefur krónan bætt sig ennþá meira og ef litið er tvö ár tilbaka þá nemur breytingin 5 prósentum. Íslenskur ferðamaður í Bandaríkjunum fær því almennt aðeins meira fyrir krónunar sínar vestanhafs í dag en þá. Gengismunurinn endurspeglast kannski helst á matsölustöðum, hjá leigubílstjórum, í almenningssamgöngum en er kannski ekki eins greinilegur í verðskrám bílaleiga. Þær geta nefnilega verið álíka óútreiknanlegar og fargjöld flugfélaganna. Það sést til dæmis þegar bornar eru saman niðurstöður verðkannana Túrista á bílaleiguprísum í dag og á sama tíma fyrir tveimur árum. Sá sem bókar í dag meðalstóran bíl til afnota um næstu mánaðarmót borgar 11 prósentum minna en sá sem var í sömu sporum haustið 2014. Það kostar svo um þriðjungi minna að ganga frá leigu á bíl í febrúar í dag en fyrir tveimur árum síðan. Verðþróunin er hins vegar ekki eins hagstæð þeim sem þurfa sjö manna bíl (mini-van) eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Sem fyrr er leitarvél bókunarfyrirtækis Rentalcars nýtt í verðsamanburðinn en hún finnur oft hagstæðari verð en þau sem bjóðast ef farið er beint til bílaleigufyrirtækjanna.