Samfélagsmiðlar

Bjórframleiðendur ósáttir við breytingar á tollkvóta flugfarþega

frihofnin

Í lítrum talið hefur sala á áfengi dregist saman í komuverslun Fríhafnarinnar því nú velja fleiri að kaupa vín og sterkt áfengi í stað bjórsins Í lítrum talið hefur sala á áfengi dregist saman í komuverslun Fríhafnarinnar því nú velja fleiri að kaupa vín og sterkt áfengi í stað bjórsins.
Í sumarbyrjun var reglum um áfengiskaup ferðamanna breytt á þann veg að nú geta þeir nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Fyrir þessa breytingu var í mesta lagi hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar og sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið 6 flöskur í stað fjögurra. Á sama hátt getur ferðamaður sem aðeins kýs bjór keypt sex hálfs lítra kippur af öli en áður var hámarkið 4 kippur. 

Of margar einingar í vinsælustu leiðunum

Þeir sem velja síðasta kostinn eru hins vegar ekki mjög fjölmennur hópur því sala á áfengi, í lítrum talið, hefur dregist saman í Fríhöfninni eftir að nýju reglurnar tóku gildi líkt og Túristi greindi frá. Í forsendum frumvarps fjármálaráðherra um þennan nýja tollkvóta var hins vegar búist við aukinni sölu í komuverslun Fríhafnarinnar. Ástæðan fyrir þessari öfugu þróun er, að mati Þorgerðar Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, sú að þær leiðir sem nutu mestra vinsælda í gamla kerfinu innihalda of margar áfengiseiningar miðað við nýja fyrirkomulagið (sjá mynd hér fyrir neðan). „Þeir sem notfæra sér aukninguna sem varð ef keyptur er eingöngu bjór eru ekki nógu margir til að vega upp á móti þeim sem kaupa helst minni bjór með sterku og léttu áfengi. Þetta hefur leitt til þess að bjór hefur minnkað nokkuð í magni sem hlutfall af heildarsölu. Sjötíu prósent af þeim bjór sem seldur er í komuverslun Fríhafnarinnar er innlend framleiðsla og því hefur þetta nokkur áhrif á innlenda bjórframleiðendur og mun til lengri tíma geta haft töluverð áhrif á sölu á íslenskum bjór,” bætir Þorgerður við.

Innlend framleiðsla verður undir

Undir þetta taka forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar, tveggja umsvifamestu bjórframleiðenda landsins og segja að þessi þróun komi ekki á óvart. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðarinni og Hreiðar Þór Jónsson hjá Vífilfelli er sömu skoðunar. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn.” Og Hreiðar á ekki von á því að þetta breytist með tímanum því fólk sem áður hafi keypt ákveðið magn af bjór með öðrum tegundum geri það ekki lengur. „Nú tekur „vínáhugamaðurinn” bara vín í stað blöndu af víni og bjór eins og hann gerði áður.” Það er því betra hljóð í vínheildsölum en bjórframleiðendum þessa dagana og til að mynda segist Sigurður Hannesson, hjá RJC, vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hafi aukist talsvert síðustu mánuði.

Hefur ekki einfaldað málin

Í lagafrumvarpinu um breytingar á tollkvótanum var ekki aðeins reiknað með aukinni sölu heldur átti nýja fyrirkomulagið líka að vera einfaldara í framkvæmd fyrir viðskiptavini og starfsmenn Fríhafnarinnar. Það hefur hins vegar heldur ekki reynst raunin því að sögn Þorgerðar, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, þá vefjast nýju reglurnar fyrir viðskiptavininum og það sem af er hefur vinna Fríhafnarstarfsmanna við að útskýra tollkvótann verið miklu meiri en það sem áður var.

Sendu inn tilnefningar til Íslensku ferðaverðlaunanna

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …