Samfélagsmiðlar

Bjórframleiðendur ósáttir við breytingar á tollkvóta flugfarþega

frihofnin

Í lítrum talið hefur sala á áfengi dregist saman í komuverslun Fríhafnarinnar því nú velja fleiri að kaupa vín og sterkt áfengi í stað bjórsins Í lítrum talið hefur sala á áfengi dregist saman í komuverslun Fríhafnarinnar því nú velja fleiri að kaupa vín og sterkt áfengi í stað bjórsins.
Í sumarbyrjun var reglum um áfengiskaup ferðamanna breytt á þann veg að nú geta þeir nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Fyrir þessa breytingu var í mesta lagi hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar og sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið 6 flöskur í stað fjögurra. Á sama hátt getur ferðamaður sem aðeins kýs bjór keypt sex hálfs lítra kippur af öli en áður var hámarkið 4 kippur. 

Of margar einingar í vinsælustu leiðunum

Þeir sem velja síðasta kostinn eru hins vegar ekki mjög fjölmennur hópur því sala á áfengi, í lítrum talið, hefur dregist saman í Fríhöfninni eftir að nýju reglurnar tóku gildi líkt og Túristi greindi frá. Í forsendum frumvarps fjármálaráðherra um þennan nýja tollkvóta var hins vegar búist við aukinni sölu í komuverslun Fríhafnarinnar. Ástæðan fyrir þessari öfugu þróun er, að mati Þorgerðar Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, sú að þær leiðir sem nutu mestra vinsælda í gamla kerfinu innihalda of margar áfengiseiningar miðað við nýja fyrirkomulagið (sjá mynd hér fyrir neðan). „Þeir sem notfæra sér aukninguna sem varð ef keyptur er eingöngu bjór eru ekki nógu margir til að vega upp á móti þeim sem kaupa helst minni bjór með sterku og léttu áfengi. Þetta hefur leitt til þess að bjór hefur minnkað nokkuð í magni sem hlutfall af heildarsölu. Sjötíu prósent af þeim bjór sem seldur er í komuverslun Fríhafnarinnar er innlend framleiðsla og því hefur þetta nokkur áhrif á innlenda bjórframleiðendur og mun til lengri tíma geta haft töluverð áhrif á sölu á íslenskum bjór,” bætir Þorgerður við.

Innlend framleiðsla verður undir

Undir þetta taka forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar, tveggja umsvifamestu bjórframleiðenda landsins og segja að þessi þróun komi ekki á óvart. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðarinni og Hreiðar Þór Jónsson hjá Vífilfelli er sömu skoðunar. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn.” Og Hreiðar á ekki von á því að þetta breytist með tímanum því fólk sem áður hafi keypt ákveðið magn af bjór með öðrum tegundum geri það ekki lengur. „Nú tekur „vínáhugamaðurinn” bara vín í stað blöndu af víni og bjór eins og hann gerði áður.” Það er því betra hljóð í vínheildsölum en bjórframleiðendum þessa dagana og til að mynda segist Sigurður Hannesson, hjá RJC, vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hafi aukist talsvert síðustu mánuði.

Hefur ekki einfaldað málin

Í lagafrumvarpinu um breytingar á tollkvótanum var ekki aðeins reiknað með aukinni sölu heldur átti nýja fyrirkomulagið líka að vera einfaldara í framkvæmd fyrir viðskiptavini og starfsmenn Fríhafnarinnar. Það hefur hins vegar heldur ekki reynst raunin því að sögn Þorgerðar, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, þá vefjast nýju reglurnar fyrir viðskiptavininum og það sem af er hefur vinna Fríhafnarstarfsmanna við að útskýra tollkvótann verið miklu meiri en það sem áður var.

Sendu inn tilnefningar til Íslensku ferðaverðlaunanna

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …