Nú geta íbúar Suðurlands einnig skilið bílinn eftir heima á plani þegar þeir fara til útlanda. Ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur fá meira val. Nú geta íbúar Suðurlands einnig skilið bílinn eftir heima á plani þegar þeir fara til útlanda. Ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur fá meira val.
Hingað hefur Flugrútan keyrt milli Keflavíkurflugvallar og BSÍ og svo þaðan á hótel vítt og breitt um borgina. Nú bætast við áætlunarferðir út á Suðurland og stoppar rútan í Hveragerði, á Selfossi, Hellu og Hvolsvelli og yfir sumartímann fer hún alla leið til Víkur í Mýrdal. Farþegar á leið til og frá Keflavíkurflugvelli skipta um rútu á BSí og í boði verða tvær ferðir á dag, klukkan 8:45 og sex síðdegis. Þeir sem eru á leiðinni frá Suðurlandi geta tekið rútu frá Hvolsvelli korter yfir ellefu að morgni og eitt eftir miðnætti og tæpum þremur tímum síðar er keyrt upp að Leifsstöð.
Samkvæmt tilkynningu frá Kynnisferðum, sem reka Flugrútuna, þá ætti þessi nýjung að vera mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Rútumiði, báðar leiðir, kostar 9 þúsund ef farið er til eða frá Hveragerði og Selfoss en 13 þúsund fyrir þá sem eru á leið frá Hellu og Hvolsvelli.
Flugrútan fer núna líka um Suðurland
