Samfélagsmiðlar

Hefja heilsársflug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

flugfelag islands

Flugfélag Íslands mun bjóða uppá innanlandsflug milli flugvallanna tveggja í vetur. Þar með styttist ferðalagið út í heim fyrir íbúa á Norðurlandi verulega. Flugfélag Íslands mun bjóða uppá innanlandsflug milli flugvallanna tveggja í vetur. Þar með styttist ferðalagið út í heim fyrir íbúa á Norðurlandi verulega og auðveldara verður fyrir erlenda ferðamenn að komast út á land í tengslum við millilandaflug.
Frá og með 24. febrúar næstkomandi mun Flugfélags Íslands í fyrsta sinn bjóða upp á reglulegt flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar yfir vetrartímann. En líkt og Túristi greindi frá nýverið þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins verið að skoða þennan möguleika undanfarið.
Farnar verða sex ferðir í viku en yfir sumarið verða þær þrjár. Með þessum bættu samgöngum geta erlendir ferðamenn flogið beint frá Keflavíkurflugvelli og til Akureyrar án þess að þurfa að fara fyrst inn til höfuðborgarinnar. Á sama hátt geta íbúar á Norðurlandi farið af stað frá heimilum sínum á svipuðum tíma og Reykvíkingar til að ná morgunflugi frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar út í heim.

Frá Akureyri í morgunsárið

Ástæðan er sú að sex morgna í viku munu Bombardier vélar Flugfélags Íslands fara frá Akureyri klukkan hálf fimm að morgni og lenda á Keflavíkurflugvelli þremur korterum síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og N-Ameríku því farþegarnir myndu innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þar með við biðraðir í Leifsstöð. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, standa vonir til að farþegarnir geti nýtt sér flug með fleiri félögum en bara systurfélaginu Icelandair. Hann segir að verið sé að leita eftir samstarfi við WOW og fleiri flugfélög á Keflavíkurflugvelli varðandi innritun farþega og farangurs. Erlendu lággjaldaflugfélögin bjóða hins vegar flest ekki upp á þannig lausnir en Árni vonast til að Isavia geti gert tengiflug með hvaða flugfélagi sem er mögulegt. Bæði fyrir erlenda ferðamenn sem koma til landsins og líka þá Íslendinga sem hefja ferðalagið fyrir norðan. 

Nýtist evrópskum og amerískum farþegum

Fjóra daga í viku verður flogið frá Keflavík til Akureyrar seinnipartinn með farþega sem þá eru nýkomnir frá Evrópu en tvo daga í viku er flugið norður á dagskrá rétt um klukkan sjö að morgni. Þá eru vélarnar frá N-Ameríku nýlentar á Keflavíkurflugvelli og farþegarnir í þeim geta þá komist beint norður í framhaldinu. Ekki er áformað að starfrækja flugið á þriðjudögum. Á þessu stigi verður þetta flug eingöngu í boði fyrir farþega sem eru á leið í eða úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar í Evrópu eða Norður Ameríku. 

Sóknarfæri á veturna

Sem fyrr segir fækkar ferðunum niður í þrjár í viku frá maí og fram í september. En Flugfélagið hefur síðustu fjögur ár boðið upp á beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar yfir hásumarið. Síðastliðið sumar voru ferðirnar aðeins vikulega. Árni telur hins vegar sóknarfæri liggja í að starfrækja þessa flugleið utan háannatíma ferðaþjónstunnar. „Að fullnýta tækifærin á landsbyggðinni er eitt af höfuðverkefnunum sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir. Þessi nýja flugáætlun á heilsársgrunni mun styðja verulega við þá áskorun. Markmiðið er að þetta flug tengi við sem flest millilandaflug til og frá Keflavík,“ segir Árni.

Mikilvæg tenging að mati ferðaþjónustunnar

Líkt og Túristi hefur fjallað um síðustu vikur þá eru forsvarsmenn ferðamála á hinum Norðurlöndunum og ferðafrömuðir á Norðurlandi sammála um að mikilvægt sé að tengja saman millilanda- og innanlandsflug líkt og Flugfélag Íslands ætlar að gera nú. Það er nefnilega leit að alþjóðlegri flughöfn eins og Keflavíkurflugvelli þar sem aðeins er boðið upp á ferðir út í heim en ekkert innanlandsflug. Um 97 prósent allra ferðamanna sem koma til landsins ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Nýtt efni

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …