Samfélagsmiðlar

Hefja heilsársflug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

flugfelag islands

Flugfélag Íslands mun bjóða uppá innanlandsflug milli flugvallanna tveggja í vetur. Þar með styttist ferðalagið út í heim fyrir íbúa á Norðurlandi verulega. Flugfélag Íslands mun bjóða uppá innanlandsflug milli flugvallanna tveggja í vetur. Þar með styttist ferðalagið út í heim fyrir íbúa á Norðurlandi verulega og auðveldara verður fyrir erlenda ferðamenn að komast út á land í tengslum við millilandaflug.
Frá og með 24. febrúar næstkomandi mun Flugfélags Íslands í fyrsta sinn bjóða upp á reglulegt flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar yfir vetrartímann. En líkt og Túristi greindi frá nýverið þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins verið að skoða þennan möguleika undanfarið.
Farnar verða sex ferðir í viku en yfir sumarið verða þær þrjár. Með þessum bættu samgöngum geta erlendir ferðamenn flogið beint frá Keflavíkurflugvelli og til Akureyrar án þess að þurfa að fara fyrst inn til höfuðborgarinnar. Á sama hátt geta íbúar á Norðurlandi farið af stað frá heimilum sínum á svipuðum tíma og Reykvíkingar til að ná morgunflugi frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar út í heim.

Frá Akureyri í morgunsárið

Ástæðan er sú að sex morgna í viku munu Bombardier vélar Flugfélags Íslands fara frá Akureyri klukkan hálf fimm að morgni og lenda á Keflavíkurflugvelli þremur korterum síðar. Það er nógu tímanlega til að ná tugum morgunfluga frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu og N-Ameríku því farþegarnir myndu innrita farangur og fara í gegnum vopnaleit á Akureyri og slyppu þar með við biðraðir í Leifsstöð. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, standa vonir til að farþegarnir geti nýtt sér flug með fleiri félögum en bara systurfélaginu Icelandair. Hann segir að verið sé að leita eftir samstarfi við WOW og fleiri flugfélög á Keflavíkurflugvelli varðandi innritun farþega og farangurs. Erlendu lággjaldaflugfélögin bjóða hins vegar flest ekki upp á þannig lausnir en Árni vonast til að Isavia geti gert tengiflug með hvaða flugfélagi sem er mögulegt. Bæði fyrir erlenda ferðamenn sem koma til landsins og líka þá Íslendinga sem hefja ferðalagið fyrir norðan. 

Nýtist evrópskum og amerískum farþegum

Fjóra daga í viku verður flogið frá Keflavík til Akureyrar seinnipartinn með farþega sem þá eru nýkomnir frá Evrópu en tvo daga í viku er flugið norður á dagskrá rétt um klukkan sjö að morgni. Þá eru vélarnar frá N-Ameríku nýlentar á Keflavíkurflugvelli og farþegarnir í þeim geta þá komist beint norður í framhaldinu. Ekki er áformað að starfrækja flugið á þriðjudögum. Á þessu stigi verður þetta flug eingöngu í boði fyrir farþega sem eru á leið í eða úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar í Evrópu eða Norður Ameríku. 

Sóknarfæri á veturna

Sem fyrr segir fækkar ferðunum niður í þrjár í viku frá maí og fram í september. En Flugfélagið hefur síðustu fjögur ár boðið upp á beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar yfir hásumarið. Síðastliðið sumar voru ferðirnar aðeins vikulega. Árni telur hins vegar sóknarfæri liggja í að starfrækja þessa flugleið utan háannatíma ferðaþjónstunnar. „Að fullnýta tækifærin á landsbyggðinni er eitt af höfuðverkefnunum sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir. Þessi nýja flugáætlun á heilsársgrunni mun styðja verulega við þá áskorun. Markmiðið er að þetta flug tengi við sem flest millilandaflug til og frá Keflavík,“ segir Árni.

Mikilvæg tenging að mati ferðaþjónustunnar

Líkt og Túristi hefur fjallað um síðustu vikur þá eru forsvarsmenn ferðamála á hinum Norðurlöndunum og ferðafrömuðir á Norðurlandi sammála um að mikilvægt sé að tengja saman millilanda- og innanlandsflug líkt og Flugfélag Íslands ætlar að gera nú. Það er nefnilega leit að alþjóðlegri flughöfn eins og Keflavíkurflugvelli þar sem aðeins er boðið upp á ferðir út í heim en ekkert innanlandsflug. Um 97 prósent allra ferðamanna sem koma til landsins ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …