Helmingur allra flugferðanna til 10 vinsælustu borganna

london David Dibert

Ferðafjöldinn jókst til allra þeirra 10 borga sem oftast var flogið til. Ferðafjöldinn jókst til allra þeirra 10 borga sem oftast var flogið til. 
Það voru farnar nærri 2.200 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli til 69 áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu í síðasta mánuði. Helmingur ferðanna var til þeirra tíu borga sem oftast var flogið til en hinn helmingurinn skiptist þá á 59 áfangastaði. Sem fyrr eru það höfuðborgir Bretlands og Danmerkur sem skipa efstu sætin eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Sú fyrrnefnda er komin á toppinn á ný eftir sumarið en á þeim árstíma dregur nefnilega úr flugi til Lundúna því Bretar eru líklegri til að heimsækja Ísland að vetri til.

Mikil aukning í Parísarflugi 

Ósló hefur um langt skeið verið í þriðja sæti yfir þá áfangastaði sem oftast er flogið til en norski höfuðstaðurinn hefur síðustu mánuði vermt fimmta til sjötta sætið. Ástæðan er sú að brottförum til New York og Parísar hefur fjölgað umtalsvert. Í síðasta mánuði voru til að mynda farnar nærri helmingi fleiri ferðir til frönsku höfuðborgarinnar en bæði íslensku flugfélögin hafa bætt í flugið þangað og nú fara þotur Icelandair bæði Charles de Gaulle flugvallar og Orly. Einnig vegur þungt að nú takmarkast Íslandsflug fransk-hollenska lággjaldaflugfélagsins Transavia ekki lengur við sumarmánuðina heldur nær flugáætlun félagsins fram í lok þess mánaðar.
.