Samfélagsmiðlar

Hvaða borgir bætast næst við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar?

vegas prag

Mögulega getum við flogið beint þessara áfangastaða í nánustu framtíð. Nú þegar hefur verið tilkynnt um nokkra nýja áfangastaði fyrir næsta sumar fleiri nýjungar eru í pípunum. Túristi gerir hér tilraun til að spá fyrir um hvaða borgir eru líklegastar.
Dresden, Katowice, Miami, Nürnberg, Philadelphia, Tampa og Trieste eru þær borgir sem vitað er að bætast við flugáætlun flugfélaganna í Leifsstöð. Og samkvæmt athugun Túrista meðal forsvarsmanna þeirra flugfélaga sem fljúga til og frá landinu er ekki útlit fyrir að flugleiðir muni falla niður á næsta ári. Hugsanlega fækkar ferðunum þó á einhverja staði, til dæmis ef Airberlin hættir flugi frá Hamborg og Munchen, en heilt yfir virðist Íslandsflug erlendu flugfélaganna hafa gengið vel í ár. Það var til að mynda raunin hjá hinu spænska Iberia Express líkt og Túristi greindi frá í gær.
Það eru hins vegar Icelandair og WOW air sem standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli og nýverið birti Icelandair áætlun sína fyrir næsta ár og bætast tveir bandarískir áfangastaðir við leiðakerfi félagsins á næsta ári. Von á fleiri nýjungum í áætlun WOW air líkt og kom fram í viðtali Túrista við Skúla Mogensen sl. föstudag.

En hvaða borgir gætu félögin bætt við á næsta ári eða kannski á þarnæsta? Túristi gerir hér tilraun til að spá fyrir um það þó ennþá hafi aðeins einn af þeim fjórum stöðum sem Túristi reiknaði með í fyrra komist á kortið. En reyndar er flug hafið til þriggja af þeim fjórum sem voru á listanum sem birtur var fyrir þremur árum. Spáin með sama sniði og í fyrra, fyrst koma borgir sem talið er líklegar til að bætast við og svo kemur listi yfir flugleiðir þar sem aukin samkeppni gæti verið í kortunum. 

Mögulegir nýir áfangastaðir:

Prag
Síðastliðið sumar stóð til að helsta flugfélag Tékka myndi fljúga hingað til lands frá Prag en ekkert varð úr því. Ef Czech Airlines grípur ekki gæsina er ekki ósennilegt að Wizz Air bæti enn frekar við Íslandsflug sitt. Tékkneskir ferðamenn eru nokkuð margir hér á landi og tölurnar sýna að þeir eru líklegri en margir aðrir ferðamenn hér á landi til að dvelja út á landsbyggðinni.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Prag
Las Vegas
Bandaríski dollarinn stendur sterk um þessar mundi og áhugi Bandaríkjamanna á ferðalögum út fyrir landsteinana eru því mikill. Í kringum spilavítaborgina Las Vegas er kannski ekki stór markaður fyrir ferðalanga á leið til Evrópu en borgin mikið aðdráttarafl fyrir Evrópubúa þrátt fyrir dýran dollar. Túristi reiknar því með að annað hvort íslenska félagið hefji flug þangað fyrr en síðar.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Las Vegas
Calgary
Bæði íslensku flugfélögin bjóða upp á flug til Kanada og ekki er langt síðan að stjórnendur Air Canada létu umsvif Icelandair í Edmonton í Alberta-fylki fara svo í taugarnar á sér að þeir skáru niður flug sitt frá þaðan til Evrópu. Þar í borg voru heimamenn hvort eð er ornir langþreyttir á að þurfa sífellt að fljúga til Evrópu í gegnum Calgary þar sem Air Canada er með stóra starfsstöð. Og kannski sjá stjórnendur Air Canada tækifæri í að hefja flug þaðan til Íslands og reyna þannig að koma fram hefndum. Þess má geta að talsmaður Air Canada segir í svari til Túrista að engin plön séu um flug til Íslands á næstunni.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Calgary
Ljubljana
Reglulega er boðið upp á pakkaferðir héðan til hinnar fallegu höfuðborgar Slóveníu en kannski er þess ekki langt að bíða að þotum Adria flugfélagsins verði reglulega lagt upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er nú þegar með sex áfangastaði í Skandinavíu og gæti sett stefnuna á Ísland næsta sumar. Þangað til má komast nærri Lublijana með nýju flugi Primera Air til Trieste sem hefst næsta sumar.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Ljubljana

Hugsanlega aukin samkeppni:

Seattle
Umsvif Icelandair í fjölmennustu borginni í norðvesturhluta Bandaríkjanna hafa aukist hratt síðustu ár og telja verður líklegt að fyrr eða síðar spreyti WOW sig á þessari leið eða jafnvel Delta sem býður upp á flug frá borginni til Evrópu. Delta hefur flogið hingað um árabil frá New York og í sumar bauð félagið í fyrsta sinn upp á flug hingað frá Minneapolis en áður hafði Icelandair verið eitt um flugið þaðan.
Zurich
Svisslendingar eru á ferðinni þessi misserin enda er frankinn þeirra sérstaklega sterkur og reyndar hefur hann hækkað svo mikið að svissnesk ferðaþjónusta kvartar sáran. Swiss, stærsta flugfélag heimamanna, virðist ekki vera á leiðinni til Íslands þó þotur systurfélaganna (Lufthansa, Eurowings og Austrian) sjáist daglega við Leifsstöð yfir sumarmánuðina. Hins vegar gæti WOW sótt í svissneska markaðinn á ný en félagið flaug þangað á upphafsárum sínum. Í dag flýgur Icelandair héðan til Zurich frá vori og fram á haust.
Denver
Hátt gengi dollarans gerir það að verkum að umsvif íslensku flugfélaganna aukast vestanhafs og til að mynda eru báðir nýju áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum. Síðustu fjögur ár hefur félagið flogið reglulega til Denver sem er inn í miðju landi á meðan WOW air einbeitir sér ennþá að flugi til borga á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Airbus þotur félagsins gætu hins vegar farið að setja stefnuna á Denver á næstunni.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …