Samfélagsmiðlar

Hvaða borgir bætast næst við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar?

vegas prag

Mögulega getum við flogið beint þessara áfangastaða í nánustu framtíð. Nú þegar hefur verið tilkynnt um nokkra nýja áfangastaði fyrir næsta sumar fleiri nýjungar eru í pípunum. Túristi gerir hér tilraun til að spá fyrir um hvaða borgir eru líklegastar.
Dresden, Katowice, Miami, Nürnberg, Philadelphia, Tampa og Trieste eru þær borgir sem vitað er að bætast við flugáætlun flugfélaganna í Leifsstöð. Og samkvæmt athugun Túrista meðal forsvarsmanna þeirra flugfélaga sem fljúga til og frá landinu er ekki útlit fyrir að flugleiðir muni falla niður á næsta ári. Hugsanlega fækkar ferðunum þó á einhverja staði, til dæmis ef Airberlin hættir flugi frá Hamborg og Munchen, en heilt yfir virðist Íslandsflug erlendu flugfélaganna hafa gengið vel í ár. Það var til að mynda raunin hjá hinu spænska Iberia Express líkt og Túristi greindi frá í gær.
Það eru hins vegar Icelandair og WOW air sem standa undir bróðurparti allra flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli og nýverið birti Icelandair áætlun sína fyrir næsta ár og bætast tveir bandarískir áfangastaðir við leiðakerfi félagsins á næsta ári. Von á fleiri nýjungum í áætlun WOW air líkt og kom fram í viðtali Túrista við Skúla Mogensen sl. föstudag.

En hvaða borgir gætu félögin bætt við á næsta ári eða kannski á þarnæsta? Túristi gerir hér tilraun til að spá fyrir um það þó ennþá hafi aðeins einn af þeim fjórum stöðum sem Túristi reiknaði með í fyrra komist á kortið. En reyndar er flug hafið til þriggja af þeim fjórum sem voru á listanum sem birtur var fyrir þremur árum. Spáin með sama sniði og í fyrra, fyrst koma borgir sem talið er líklegar til að bætast við og svo kemur listi yfir flugleiðir þar sem aukin samkeppni gæti verið í kortunum. 

Mögulegir nýir áfangastaðir:

Prag
Síðastliðið sumar stóð til að helsta flugfélag Tékka myndi fljúga hingað til lands frá Prag en ekkert varð úr því. Ef Czech Airlines grípur ekki gæsina er ekki ósennilegt að Wizz Air bæti enn frekar við Íslandsflug sitt. Tékkneskir ferðamenn eru nokkuð margir hér á landi og tölurnar sýna að þeir eru líklegri en margir aðrir ferðamenn hér á landi til að dvelja út á landsbyggðinni.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Prag
Las Vegas
Bandaríski dollarinn stendur sterk um þessar mundi og áhugi Bandaríkjamanna á ferðalögum út fyrir landsteinana eru því mikill. Í kringum spilavítaborgina Las Vegas er kannski ekki stór markaður fyrir ferðalanga á leið til Evrópu en borgin mikið aðdráttarafl fyrir Evrópubúa þrátt fyrir dýran dollar. Túristi reiknar því með að annað hvort íslenska félagið hefji flug þangað fyrr en síðar.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Las Vegas
Calgary
Bæði íslensku flugfélögin bjóða upp á flug til Kanada og ekki er langt síðan að stjórnendur Air Canada létu umsvif Icelandair í Edmonton í Alberta-fylki fara svo í taugarnar á sér að þeir skáru niður flug sitt frá þaðan til Evrópu. Þar í borg voru heimamenn hvort eð er ornir langþreyttir á að þurfa sífellt að fljúga til Evrópu í gegnum Calgary þar sem Air Canada er með stóra starfsstöð. Og kannski sjá stjórnendur Air Canada tækifæri í að hefja flug þaðan til Íslands og reyna þannig að koma fram hefndum. Þess má geta að talsmaður Air Canada segir í svari til Túrista að engin plön séu um flug til Íslands á næstunni.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Calgary
Ljubljana
Reglulega er boðið upp á pakkaferðir héðan til hinnar fallegu höfuðborgar Slóveníu en kannski er þess ekki langt að bíða að þotum Adria flugfélagsins verði reglulega lagt upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er nú þegar með sex áfangastaði í Skandinavíu og gæti sett stefnuna á Ísland næsta sumar. Þangað til má komast nærri Lublijana með nýju flugi Primera Air til Trieste sem hefst næsta sumar.
Smelltu til að bera saman verð á tengiflugi til Ljubljana

Hugsanlega aukin samkeppni:

Seattle
Umsvif Icelandair í fjölmennustu borginni í norðvesturhluta Bandaríkjanna hafa aukist hratt síðustu ár og telja verður líklegt að fyrr eða síðar spreyti WOW sig á þessari leið eða jafnvel Delta sem býður upp á flug frá borginni til Evrópu. Delta hefur flogið hingað um árabil frá New York og í sumar bauð félagið í fyrsta sinn upp á flug hingað frá Minneapolis en áður hafði Icelandair verið eitt um flugið þaðan.
Zurich
Svisslendingar eru á ferðinni þessi misserin enda er frankinn þeirra sérstaklega sterkur og reyndar hefur hann hækkað svo mikið að svissnesk ferðaþjónusta kvartar sáran. Swiss, stærsta flugfélag heimamanna, virðist ekki vera á leiðinni til Íslands þó þotur systurfélaganna (Lufthansa, Eurowings og Austrian) sjáist daglega við Leifsstöð yfir sumarmánuðina. Hins vegar gæti WOW sótt í svissneska markaðinn á ný en félagið flaug þangað á upphafsárum sínum. Í dag flýgur Icelandair héðan til Zurich frá vori og fram á haust.
Denver
Hátt gengi dollarans gerir það að verkum að umsvif íslensku flugfélaganna aukast vestanhafs og til að mynda eru báðir nýju áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum. Síðustu fjögur ár hefur félagið flogið reglulega til Denver sem er inn í miðju landi á meðan WOW air einbeitir sér ennþá að flugi til borga á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Airbus þotur félagsins gætu hins vegar farið að setja stefnuna á Denver á næstunni.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …