Icelandair á leið til Tampa

tampa yoga Tampa Hillsborough EDC Tampa Hillsborough EDC tampa yoga Tampa credit Hillsborogough EDC

Samkvæmt bandarískum fjölmiðli þá mun Icelandair bæta við öðrum áfangastað á Flórída á næsta ári. Samkvæmt bandarískum fjölmiðli þá mun Icelandair bæta við öðrum áfangastað á Flórída á næsta ári.
Tveir nýir áfangastaðir munu bætast við leiðakerfi Icelandair á næsta ári samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem birt var á mánudag. Þar var þó ekki tekið fram hvaða borgir þetta væru og hvort þær væru í Evrópu eða N-Ameríku. En samkvæmt nýrri frétt Tampa Bay Times þá er borgin Tampa í Flórída annar þessara nýju áfangastaða. Flugið þangað hefst þó ekki fyrr en 7. september á næsta ári og farnar verða tvær ferðir í viku. 

Skammt frá Orlando

Icelandair hefur um langt árabil flogið til Orlando á Flórída yfir vetrarmánuðina.  En borgin liggur aðeins 140 kílómetrum austur af Tampa. Það er því stutt á milli þessara tveggja áfangastaða Icelandair á Flórídaskaganum en þess má geta að næsta vor hefur WOW air flug til Miami. Í frétt Tampa Bay Business Journal er haft eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að íslenska flugfélagið hafi um árabil skoðað markaðinn í Tampa.