Lesendur Túrista taka því greinilega fagnandi að fá að leggja mat á flugfélög, ferðaskrifstofur og áfangastaði. Lesendur Túrista taka því greinilega fagnandi að fá að leggja mat á flugfélög, ferðaskrifstofur og áfangastaði.
Íslendingar hafa ferið á faraldsfæti síðustu misseri og sett met í fjölda utanlandsferð í sumar. Og miðað við framboð af flugi og pakkaferðum þá er úr miklu að moða fyrir þá sem vilja út í vetur. En hvaða flugfélög og ferðaskrifstofur skara fram úr, hver veitir bestu þjónustuna í Leifsstöð og hvaða áfangastaðir, hér heima og í útlöndum, eru í mestum metum? Við þessum spurningum leitar Túristi nú svara og biður lesendur um að senda inn tilnefningar til Íslensku ferðaverðlaunanna 2016.
Hægt er að senda inn nöfn fram til mánaðarmóta og í kjölfarið hefst kosning þar sem hver og einn getur bara tekið þátt einu sinni.
Nú þegar hafa hátt í tvö þúsund tilnefningar borist en ennþá eru 10 dagar til stefnu fyrir þá sem nú þegar hafa ekki sent inn nöfn þeirra fyrirtækja og staða sem þeim þykja skara fram úr.
Fylltu út formið hér fyrir neðan ef þú vilt taka þátt:
Vel á annað þúsund tilnefningar til ferðaverðlaunanna
