Íslensku ferðaverðlaunin

turisti k

Taktu þátt og sendu inn þínar tilnefningar. Á fjöldamörgum erlendum ferða- og bókunarsíðum er að finna dóma ferðalanga á hinu og þessu. Og mánaðarlega eru túristar hér á landi beðnir um að gefa Íslandsdvölinni einkunn. Núna er hins vegar tímabært að rödd íslenska ferðamannsins heyrist líka opinberlega. Ferðalög eru nefnlega stór hluti af lífi okkar og þau kosta oft skildinginn. Túristi hleypir því af stokkunum Íslensku ferðaverðlaununum og biður þig um að taka þátt í að tilefna þá aðila og áfangastaði sem þér þykir skara fram úr. Tekið verður við útnefningum fram til áramóta, aðeins einni í hverjum flokki en ekki þarf að tilnefna í þeim öllum. Í byrjun næsta árs hefst kosninginn sjálf og þá getur hver þátttakandi aðeins kosið einu sinni. Skráðu þig á póstlista Túrista ef þú vilt ekki láta kosninguna fram hjá þér fara.