Samfélagsmiðlar

Ljósmyndari á heimavelli í Chicago

Daniel Kelleghan er á nær stanslausu flakki um heiminn en er þess á milli í Chicago. Hér mælir hann með nokkrum stöðum í borginni sinni fyrir íslenska túrista.

danielkelleghan

Ungur ljósmyndari frá Chicago setti sér það markmið að heimsækja nýtt land í hverjum mánuði. Þessi metnaðarfullu áform virðast vera að ganga upp því síðustu misseri hefur Daniel Kelleghan farið víða um heim og dvaldi hann meðal annars hér á landi í vor. 113 þúsund manns fylgjast með heimshornaflakki Kelleghan á Instagram enda hentar sá miðill fólki með gott auga eins og sjá má á myndum Kelleghan. Þegar ljósmyndarinn er ekki á ferðinni er hann á heimavelli í Chicago en þangað hóf Icelandair einmitt að fljúga í vor. Túristi hitti Kelleghan og bað hann um að mæla með hinu og þessu fyrir íslenska ferðalanga í borginni við Michigan vatn.

Ertu með einhverjar sérstakar venjur þegar þú kemur heim til þín í Chicago?
Algjörlega! Á sumrin elska ég að koma heim og fara í laugina á Soho House. Þetta er skemmtilegur staður til að hlaða batteríin á og þar get ég gengið að því sem vísu að hitta vini og kunningja og fá að heyra af ferðalögum þeirra og verkefnunum sem þau eru að vinna að.

Í hvaða hluta borgarinnar myndir þú mæla með því að túristar í Chicago gisti?

Flest hótelin eru í miðborginni en ég myndi samt sem áður mæla með Logan Square at Longman and Eagle. Þetta býður upp á aðeins öðruvísi upplifun en hin hefðbundna gisting gerir og staðsetningin er frábær, á svæði þar sem úrvalið af góðum mat er best í borginni.

Hvaða staðir í Chicago standa undir því að vera „skyldustopp”

Að ganga eða hjóla meðfram Michigan vatninu er algjörlega nauðsynlegt og útsýnið frá Cindy´s On The Roof á Chicago Athletic Hotel er líka stórkostlegt. Ferris Wheel opnar brátt á ný og það á víst líka að vera frábært.

Hvar eru bestu staðirnir fyrir bröns og hádegismat?

Prófið hina ótrúlegu Avocado Toast á The Winchester og heitt súkkulaði á Wicker Park veldur engum vonbrigðum.

Ef mig langar út að borða á frekar látlausum stað hvert fer ég þá?

Þá mæli ég með High Five Ramen (því miður fá sæti og engar borðapantanir) en á meðan beðið er eftir borði þá fer ég í drykk á Soho House.

En ef ég kýs að versla í minni búðum í stað þess að fara í verslunarmiðstöð?

Ég elska sérstaklega Andersonville. Notre Shop er frábær herrafataverslun og Wolly Mammoth is er einstök antik- og uppstoppunarbúð, stórskrítin blanda. Norcross and Scott er með sérstaklega vel valið úrval af skandinavískum heimilisvörum og í Scout finnur fólk með alls kyns smekk vel uppgerðar antikvörur.

Hverjir eru hápunktar allra þessara ferðalaga sem þú hefur verið á?
Það sem stendur upp úr er kannski ekki það sem ég hafði ímyndað mér fyrir fram. Hápunktarnir er nefnilega öll sú þekking sem maður aflar sér frá hinum ýmsu hlutum heimsins, eitthvað sem ég hafði ekki reiknað með áður en ég lagði í hann. Það hljómar kannski klént en það er máttur í þekkingunni og að mín reynsla er sú að ferðalög eru besta og skilvirkast leiðin til að verða sér út um hana.
Hér má sjá Instagram-síðu Daniel Kelleghan

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …