Samfélagsmiðlar

Áfengissala í Fríhöfninni dregst saman

frihofnin

Skiptar skoðanir um ágæti breytinga  á tollkvóta ferðamanna. Tollkvóti ferðamanna miðast ekki lengur við lítra heldur áfengiseiningar. Flugfarþegar kaupa því minna af bjór við komuna til landsins og það mun hafa áhrif á íslenska ölframleiðslu að mati framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar.
Þann 17. júní gengu í gildi nýjar reglur um tollfrjálsan innflutning á áfengi. Nú þurfa flugfarþegar ekki lengur að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar líkt og tíðkaðist áður. Í staðinn geta þeir nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór og miðast hámarkið við 6 einingar. Ein áfengiseining er þá 3 lítrar af bjór, 0,75cl af léttvíni eða 0,25cl af sterkara áfengi.
Eins lítra flaska af sterku áfengi telst þá vera fjórar einingar en kippa af hálfslítra bjór er 1 eining.

Bjórsala dregst saman

Nú er komin fjögurra mánaða reynsla á þetta fyrirkomulag og að sögn Þorgerðar Þráinsdóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, er raunin sú að nú kaupir hver viðskiptavinur Fríhafnarinnar færri áfengislítra en fyrir breytingu. Í frumvarpi fjármálaráðherra um nýjan tollkvóta kom hins vegar fram að búast mætti við aukinni sölu í komuverslun Fríhafnarinnar í kjölfar breytinganna. Þorgerður segir ástæðuna fyrir þessari öfugu þróun vera þá að tvær fyrstu leiðirnar í gamla fyrirkomulaginu hafi verið þær vinsælustu hjá flugfarþegum en þær báðar innihalda of margar áfengiseiningar m.v. núverandi reglur (sjá töflu hér fyrir neðan). „Þeir sem notfæra sér aukninguna sem varð ef keyptur er eingöngu bjór eru ekki nógu margir til að vega upp á móti þeim sem kaupa helst minni bjór með sterku og léttu áfengi. Þetta hefur leitt til þess að bjór hefur minnkað nokkuð í magni sem hlutfall af heildarsölu. Sjötíu prósent af þeim bjór sem seldur er í komuverslun Fríhafnarinnar er innlend framleiðsla og því hefur þetta nokkur áhrif á innlenda bjórframleiðendur og mun til lengri tíma geta haft töluverð áhrif á sölu á íslenskum bjór,” bætir Þorgerður við.

Tímafrekara að útskýra nýju reglurnar

Í lagafrumvarpinu um breytingar á tollkvótanum, sem lagt var fyrir Alþingi í vor, kom fram að þáverandi fyrirkomulag hafi verið flókið í framkvæmd og tímafrekt hafi verið að veita leiðbeiningar um það, einkum til ferðamanna. „Með það fyrir augum að einfalda og auka skilvirkni framkvæmdarinnar, þ.e. leiðbeiningagjafar og eftirlits, er lagt til að tekin verði upp ný viðmið um gjaldfrjálsan innflutning ferðamanna, skipverja og flugverja á áfengi,” sagði jafnframt í frumvarpinu. Þetta hefur ekki gengið eftir að sögn Þorgerðar. „Raunin er hins vegar sú að nýja einingakerfið er a.m.k. í fyrstu miklu flóknara því samsetningarmöguleikarnir eru svo margir. Einingarnar miðast við algengar sölueiningar en mjög oft er sölueining t.d. 1,3 eining eða 0,7 eining. Þetta vefst fyrir viðskiptavinum en verður hugsanlega auðveldara þegar meiri reynsla er komin á einingakerfið. Það sem af er hefur vinna Fríhafnarstarfsmanna við að útskýra tollkvótann verið miklu meiri en það sem áður var.”

Þeir óánægðu eru háværari hópur

Í heildina segir Þorgerður að reynslan af nýju reglunum sé bæði jákvæð og neikvæð. Helsti gallinn er sá að tollkvótinn minnkaði miðað við tvær vinsælustu leiðirnar í gamla kerfinu en aftur á móti er almenn ánægja með þann aukna sveigjanleika sem nýja fyrirkomulagið býður upp á. Hún segir þó að óánægja þeirra sem upplifa skerðingu sé miklu meiri og háværari en ánægja þeirra sem nýta sér aukninguna.

Sendu inn tilnefningar til Íslensku ferðaverðlaunanna
Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …