Ódýrasta flugið í Alpana kostar 12 þúsund krónur

skidi sviss t

Það er ekki ýkja mikið framboð á beinu flugi héðan í fjallgarðinn fræga en skíðaáhugafólk getur hins vegar ennþá fundið ódýra flugmiða. Það er ekki ýkja mikið framboð á beinu flugi héðan í fjallgarðinn fræga en skíðaáhugafólk getur hins vegar ennþá fundið ódýra flugmiða.
Seinnihlutann í mars ætti ennþá að væri töluvert af snjó í Ölpunum og þeir sem fljúga þann sautjánda þess mánaðar til Basel í Sviss og koma heim fjórum dögum síðar borga aðeins 12 þúsund krónur fyrir flugmiðanna. Reyndar bætast 10.540 kr. við ef skíðin eru tekin með. Plássið fyrir þau er sem sagt álíka dýrt og flugmiðinn sjálfur. Þó staðsetning Basel sé ekki fullkomin upp á skíðarferðir í Alpana að gera þá eru nokkur góð svæði í ca. 2 tíma akstursfjarlægð frá flugvelli borgarinnar. Hið breska easyJet er eina flugfélagið sem býður upp á vetrarflug héðan til Sviss og er flogið til Basel alla þriðjudaga og föstudaga frá byrjun febrúar. Þá kosta ódýrustu flugin yfir helgi um 20 þúsund krónur en þeir sem geta verið úti í viku dagana 21. til 28. febrúar geta í dag fengið farmiða á 13.366 krónur. 

Til Salzburg

Á sama hátt og easyJet er eitt um vetrarflugið til Sviss þá er WOW eina félagið með reglulegar ferðir til Austurríkis á meðan á skíðavertíðinni stendur. Flogið er á laugardögum og í dag eru ódýrustu miðarnir, báðar leiðir, á um það bil 30 þúsund krónur. Ef lagt er í hann 7. janúar og komið heim viku síðar er flugið á 31.997 krónur en það er 4 þúsund krónum ódýrara að fara út 25. febrúar. Það kostar hins vegar ögn meira að fljúga út með skíðin með WOW en easyJet eða 11.198 krónur. Það borgar sig hins vegar mjög líklega að borga undir skíðin fyrir svona langan tíma en ef ætlunin er aðeins að renna sér í nokkra daga þá gæti verið hagstæðara að fá lánað. Það einfaldar líka ferðalagið töluvert.

Til Munchen

Daglega fljúga þotur Icelandair til þýsku borgarinnar Munchen og þaðan keyra margir upp til Alpana. Ódýrustu farmiðarnir með félaginu, báðar leiðir, eru á 38.295 krónur í janúar, febrúar og mars sem er nokkru meira en borga þarf fyrir lægstu fargjöldin hjá lággjaldaflugfélögunum. Aftur á móti þurfa farþegar Icelandair ekki að borga aukalega fyrir innritaðan farangur og geta nýtt farangursheimildina fyrir skíðin eða klossana. Annars kostar 4.900 krónur að taka með sér skíðin um borð hjá Icelandair.
Frá flugvöllunum í Basel, Munchen og Salzburg má oftast finna rútu- eða lestarferðir upp í fjöll en þeir sem vilja heldur leigja bíl geta nýtt þessa leitarvél til að gera verðsamanburð. Og hér má svo bera saman verðskrár hótela.
Nokkrar íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á pakkaferðir fyrir skíðaáhugafólk í Alpana í vetur og í sumum tilvikum er einnig hægt að kaupa staka farmiða fyrir þá sem vilja skipuleggja ferðalagið sjálfir.