WOW jafnstórt á næsta ári og Icelandair var í fyrra

Forstjóri WOW reiknar með því að farþegar flugfélagsins verðir fjórum sinnum fleiri í ár en fyrir þremur árum og á því næsta verði fjöldinn kominn upp í 3 milljónir. Forstjóri WOW reiknar með því að farþegar flugfélagsins verðir fjórum sinnum fleiri í ár en fyrir þremur árum og á því næsta verði fjöldinn kominn upp í 3 milljónir.
Í erindi sem Skúli Mo­gensen, for­stjóri og stofnandi WOW air, hélt á ráðstefnu Íslenska sjáv­ar­klas­ans í Hörpu í dag kom fram að útlit sé fyrir að farþegar félagsins verði 1,6 milljón. Og á því næsta stefnir í að fjöldinn tvöfaldist eða um þrjár milljónir samkvæmt frétt Mbl.is.
Miðað við þessar tölur stefnir í að WOW air muni bæta verulega við flug sitt til og frá landinu á næstu misserum en til samanburðar má geta að Icelandair flutti rétt rúmlega 3 milljónir farþega allt árið 2015. Á næsta ári áætla stjórnendur félagsins að farþegarnir verði 4,2 milljónir sem er aukning um 13 prósent frá árinu í ár.

Bilið minnkar hratt

Ef plön forsvarsmanna íslensku flugfélaganna tveggja ganga eftir þá munu þau saman flytja fleiri farþega á næsta ári þau gerðu samtals í fyrra og hittifyrra. Og eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá mun bilið á milli félaganna tveggja, í farþegum talið, fara hratt minnkandi í nánustu framtíð. Í dag tilkynnti Icelandair að á næsta ári myndu bandarísku borgarinnar Tampa og Philadelphia bætast við leiðakerfi félagsins en áður hefur komið fram að WOW muni hefja flug til Miami á næsta ári. Í lok næsta mánaðar fer félagið svo jómfrúarferð sína til New York borgar. En miðað við áform um þrjár milljónir farþega á næsta ári þá þarf væntanlega að fjölga áfangastöðum WOW enn frekar.