Skoða stofnun sigl­firsks flug­fé­lags

robert hotelsiglo

Róbert Guðfinnsson athafna­maður segir mikil­vægt að lands­byggðin fá teng­ingu við milli­landa­flug og býður eftir að Siglu­fjarð­ar­flug­völlur komist í gagnið á ný. Róbert Guðfinnsson athafna­maður segir mikil­vægt að lands­byggðin fá teng­ingu við milli­landa­flug og býður eftir að Siglu­fjarð­ar­flug­völlur komist í gagnið á ný.
Það er leit að alþjóð­legri flug­höfn eins og Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem aðeins er boðið upp á ferðir út í heim en ekkert innan­lands­flug. Íbúar lands­byggð­ar­innar þurfa því margir hverjir að keyra mörg hundruð kíló­metra til að komast í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar og ferða­menn verða að fara fyrst til höfuð­borg­ar­innar kjósi þeir að fljúga út á land. Þessi skortur á teng­ingu innan­lands- og milli­landa­flugs er vandamál að mati Róberts Guðfinns­sonar sem hefur beitt hefur sér fyrir mikilli uppbygg­ingu á Siglu­firði síðustu ár og meðal annars reist Sigló Hótel. „Það er flestum ljóst sem þekkja til í ferða­mennsku á Íslandi að mikið verk er fyrir höndum við að skipu­leggja greinina þannig að öflug þjón­usta sé til staðar og hámarks­nýtni náist á fjár­fest­ingar. Tengja þarf lands­byggðina inn á alþjóða­flug­völl með öflugu innan­lands­flugi. Stóra torfan er komin á Kefla­vík­ur­flug­völl. Nú þarf bara réttu möskvastærðina í veiða­færin til að velja þá farþega sem fljúga á í tengiflugi út á land. Ef það verður ekki gert þá mun ferða­þjón­ustan út á landi byggjast á viðkomu­staðar ferða­mennsku en erfiðara verður að byggja upp áfanga­staði ef að lands­byggðin þarf að lifa við slakar samgöngur.”

Tenging við alþjóða­flug­völl er forsenda

Í dag koma ferða­menn ekki fljúg­andi til Sigl­ur­fjarðar því flug­velli bæjarins var lokað fyrir tveimur árum síðan. Róbert sér þó fram á breyt­ingar. „Það hefur verið áhuga­vert að ræða þessi mál við öfluga stjór­mála­menn. Þannig sá Ólöf Nordal innan­rík­is­ráð­herra að þörf er á breyt­ingum og í samgöngu­áætlun er nú gert ráð fyrir fjár­magni til að hægt verði að koma Siglu­fjarð­ar­flug­velli i gagnið aftur. Í fram­haldinu munum við á Siglu­firði skoða hvort við förum út í flugrekstur í innan­lands­flugi, ein eða með öðrum.” Hann bætir því við að tenging inn á alþóða­flug­völl yrði forsenda fyrir stofnun sigl­firsks flug­fé­lags.
Róbert er þó ekki sann­færður um að kosti þess að halda áfram uppbygg­ingu Flug­stöðvar Leifs Eiríks­sonar. „Vand­ræða­gang­urinn á Kefla­vík­ur­flug­velli í sumar er gott dæmi um það þegar reynt er að klastra í hlutina með bútasaum. Ef að áætlanir Icelandair og WOW ganga eftir um fram­tíð­ar­vöxt félag­anna í Atlants­hafs­flugi þá er fyrirséð að Kefla­vík­ur­flug­völlur verður í stöð­ugum breyt­ingum og vand­ræða­gangi næsta áratuginn. Eina raun­hæfa lausnin er öflugur alþjóða­flug­völlur með góðri innan­land­steng­ingu.”

Yrði gjör­bylting fyrir ferða­þjón­ustuna 

Líkt og kom frá í viðtölum Túrista við Arnheiði Jóhanns­dóttur fram­kvæmda­stjóra Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands og Pétur Snæbjörnsson á Hótel Reyni­hlíð við Mývatn þá telja þau einnig mikil­vægt að bæta flug­sam­göngur milli lands­byggðar og Kefla­vík­ur­flug­vallar. „Ef við sem rekum þjón­ustu við ferða­menn í dreifðum byggðum myndum tengjast við alþjóð­legt samgöngu­kerfi myndi það gerbylta rekstr­ar­um­hverfi okkar, minnka árstíða­sveifluna til mikilla muna, gera rekst­urinn aðbærari, skapa fleiri heils­árs­störf, örva mark­aðs­starf, bæta búsetu­skil­yrði og svo mætti áfram lengi telja,” sagði Pétur.
Skortur á þessari samteng­ingu flug­ferða hér á landi þekkist ekki í lönd­unum í kringum okkur og til að mynda sagði fram­kvæmda­stjóri ferða­mála­ráðs Finn­lands í samtali við Túrista að hann ímyndaði sér að það myndi valda alvar­legum skaða á ferða­þjónstu­fram­boðinu þar í landi ef það yrði nauð­syn­legt að skipta um flug­völl í Hels­inki til að komast í innan­lands­flug. Og leiða má að því líkur að þetta fyrir­komulag sé mikil áskorun fyrir íslenska ferða­þjón­ustu því síðustu fimm ár hefur farþegum í innan­lands­flugi fækkað en á sama tíma hefur farþega­fjöldinn á Kefla­vík­ur­flug­velli nærri tvöfaldast. Þess ber þó að geta að fyrstu átta mánuði ársins fjölgaði farþegum í innan­lands­flugi um 7 prósent en á Kefla­vík­ur­flug­velli nam aukn­ingin 35 prósentum á sama tíma­bili samkvæmt flug­tölum Isavia.