Samfélagsmiðlar

Sóknarfæri WOW liggja í fjölgun skiptifarþega

wow skuli airbus

Skúli Mogensen gerir ráð fyrir 3 milljónum farþega og vonast til að hlutfall tengifarþega aukist því Ísland ráði ekki við mikið meiri vöxt eins og er. Skúli Mogensen gerir ráð fyrir 3 milljónum farþega með WOW á næsta ári og vonast til að hlutfall tengifarþega aukist því Ísland ráði ekki við mikið meiri vöxt eins og er.
Það stefnir í að farþegafjöldi WOW air í ár verði tvöfalt meiri en í fyrra og að vöxturinn verði jafn mikill á næsta ári. Ef þessar áætlanir ganga eftir mun félagið flytja þrjár milljónir farþega á næsta ári sem álíka fjöldi og sat í vélum Icelandair á síðasta ári.
Til að ná fram þessari miklu aukningu mun félagið bæta við áfangastöðum og fjölga ferðum til þeirra borga sem nú þegar eru hluti af leiðakerfi félagsins að sögn Skúla Mogensen forstjóra og eiganda WOW air. „Í nóvember bætist tólfta þotan við flugflota WOW og verður hún nýtt í flug okkar til New York. Í apríl og maí bætast svo við fimm þotur í viðbót og á sama tíma hefst áætlunarflug til Miami á Flórída. Eins munum bæta við ferðum til Kaliforníu og fljúga daglega til Los Angeles og San Francisco frá og með vorinu.“ Að sögn Skúla verða fleiri nýir áfangastaðir kynntir til sögunnar fljótlega.

Spár greiningaraðila ekki í takt við flugáætlanir

Hlutfall skiptifarþega um borð í vélum WOW air fer ört hækkandi og lætur nærri að um helmingur farþeganna millilendi aðeins á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið. Skúli segir tækifæri WOW helst liggja í því að stækka þennan hóp enn frekar enda ráði innviðirnir á Íslandi ekki við mikið meiri vöxt ferðamanna eins og er að hans mati. Aðspurður um hvort að það sé hins vegar ekki óumflýjanlegt að ferðamannafjöldinn hér á landi vaxi í takt við aukin umsvif Icelandair og WOW air segir Skúli að sterkt samband sé þarna á milli. „Áætlanir og spár opinberra- og einkaaðila um ferðamannafjölda hafa verið of varkárar í gegnum tíðina þrátt fyrir þær augljósu staðreyndir sem komi fram í áætlunum WOW og Icelandair.“

7,2 milljónir með íslensku félögunum tveimur

Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn hjá WOW verði þrjár milljónir á næsta ári en áður hafa forsvarsmenn Icelandair gefið út að félagið ráðgeri að flytja 4,2 milljónir farþega. Samkvæmt ársskýrslu Icelandair í fyrra þá var hlutfall erlendra ferðamanna í vélum félagsins 36 prósent en ekki liggur fyrir hvert hlutfallið er hjá WOW. En að því gefnu að það sé álíka hátt og hjá Icelandair þá má gera ráð fyrir að félögin tvö komi með á bilinu 1,3 til 1,6 milljónir erlendra ferðamanna til landsins á næsta ári. Inn í þeirri tölu eru svokallaðir „stop-over“ farþegar Icelandair, þ.e. fólk sem kemur inn til landsins á leið sinni yfir hafið. Hafa ber í huga að hver farþegi flugfélaganna er talinn tvisvar, þ.e. á útleið og heimleið og á næsta ári munu þá um 3,6 milljónir einstaklinga sitja um borð í vélum Icelandair og WOW ef áætlanirnar ganga eftir.

2,5 milljónir ferðamanna?

Hver umsvif erlendu flugfélaganna verða á Keflavíkurflugvelli á næsta ári liggur ekki fyrir en ljóst er að British Airways fjölgar sínum ferðum hingað frá London úr þremur í sjö í viku og einnig hafa Norwegian, Germania og Wizz tilkynnt um aukið Íslandsflug. Á næsta ári mun Delta svo í fyrsta skipti fljúga hingað allt árið um kring frá New York en hins vegar hefur hið breska easyJet fækkað ferðum sínum til Íslands síðustu mánuði í samanburði við sama tíma í fyrra en forsvarsmenn félagsins hafa gefið út að ákvörðun Breta að segja skilið við ESB muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn á næstu misserum. Airberlin, sem var umsvifamesta erlenda flugfélagið á Íslandi í ágúst, er í miklum rekstrarvanda og mikill niðurskurður framundan fyrir næstu sumarvertíð þar á bæ. 
Hvað sem því líður er ljóst að ef áætlanir íslensku flugfélaganna ganga eftir og ef umsvif erlendu flugfélaganan aukast lítillega gæti ferðamannafjöldinn náð 2,5 milljónum. En eins og víða hefur komið fram síðustu vikur þá gæti sífellt hækkandi gengi íslensku krónunnar dregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum á næstu misserum og margir fleiri þættir hafa líka áhrif.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …