Sumarferðir til Kanarí féllu í góðan jarðaveg

kanari strond

Kanaríferðir takmarkast ekki lengur við vetrarmánuðina því þangað fóru margir sólþyrstir Íslendingar í sumarfrí. Kanaríferðir takmarkast ekki lengur við vetrarmánuðina því þangað fóru margir sólþyrstir Íslendingar í sumarfrí.
Í sumar buðu systurfélögin Úrval-Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir upp á ferðir til Cran Canaria en hingað hefur aðeins verið hægt að fljúga þangað beint frá Íslandi frá hausti og fram á vor. Að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur hjá Úrval-Útsýn þá fékk þessi nýbreytni góðar viðtökur sem komi ekki á óvart þar sem Kanarí hafi upp á margt að bjóða og verðlagið á eyjunni sé hagstæðara en á mörgum öðrum sólarstöðum. Það eigi til að mynda við um hótelin. „Verð á gistingu hefur þar til að mynda verið hagstæðara yfir sumarmánuðina og þú færð því gæðahótel á mjög góðu verði.”

Ólíkir staðir

Þó framboð á Kanaríferðum frá Íslandi hafi alltaf einskorðast við vetrarmánuðina þá segir Klara Íris að Skandinavar fjölmenni þangað allt árið um kring því þetta sé fjölskylduvænn og fjölbreyttur áfangastaður. „Það eru mörg svæði um að velja. Það hefur verið mikil endurnýjun á gististöðum við Ensku ströndinni og líka varðandi afþreyingu. Meloneras er einstaklega huggulegir staður og við hinn fræga vita er fjöldi veitingastaða og verslana. Síðan bjóðum við upp á Puerto Rico sem er skemmtilegt svæði við smábátahöfn og Playa del Cura sem er litill strandbær sem er afar sjarmerandi og Puerto de Mogan sem er oft kölluð litlu Feneyjar. Taurito sem er algjör paradís fyrir fjölskyldufólk enda vatnsrennibrautagarðar fyrir framan hótelin og síðast en ekki síst er það Las Palmas sem er höfuðborgin þar sem er fjölbreytilegt menningar- og mannlíf jafn að nóttu sem degi.”

Á ekki von á verðhækkunum

Síðustu ár hafa íslenskar ferðaskrifstofur nær eingöngu fókusað á sólarlandaferðir til Spánar þó einnig hafi verið boðið upp á ferðir til Tyrklands og Krítar. Vegna ástandsins í Tyrklandi fækkaði hins vegar ferðamönnum þar verulega í sumar og mikil ásókn var í ferðir til Spánar frá sólþyrstum íbúum Norður-Evrópu. En á Klara Íris hins vegar ekki von á því að vinsældirnar verði til þess að verðlag á Spáni hækki í vetur og næsta sumar. Aðspurð um hvort búast megi við að nýir sólarstaðir verði kynntir til sögunnar fyrir næsta sumar segir Klara að alltaf sé verið að skoða nýja áfangastaði og að áætlun Úrval-Útsýnar fyrir næsta ár verði kynnt fljótlega.