Þau lönd þar sem ferðamenn borga mest fyrir læknishjálp

bakpoka Aneta Ivanova

Það borgar sig að ganga úr skugga um að ferðatryggingarnar séu í lagi áður en lagt er af stað út í heim.
Um þriðjungjur þeirra Breta sem fer í bakpokaferðalag út í heim er ekki með nægilega góða ferðatryggingu samkvæmt úttekt tryggingafélagsins Bought by Many. Þess háttar kæruleysi getur reynst ansi dýrkeypt jafnvel þó ferðinni sé heitið til ódýrs lands eins og Indlands. Þar borgarðu lítið fyrir gistingu og uppihald en aftur á móti gæti reikningurinn frá indverska lækninum orðið hár ef þú þarft á þjónustu hans að halda. Aðeins í Bandaríkjunum mun vera dýrara að þurfa að leita ótryggður til læknis eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. En á hennir eru þau tíu lönd sem njóta mestra vinsælda hjá breskum bakpokaferðalöngum og eru upphæðirnar byggðar á meðalútgjöldum viðskiptavina tryggingafélagsins vegna sjúkrakostnaðar í hverju landi fyrir sig.

Löndin með dýrustu og ódýrustu læknisþjónustuna

  1. Bandaríkin: 154 þúsund kr.
  2. Indland: 125 þúsund kr.
  3. Perú: 90 þúsund kr.
  4. Víetnam: 84 þúsund kr.
  5. Taíland: 57 þúsund kr.
  6. Kosta Ríka: 53 þúsund kr.
  7. Nepal: 36 þúsund kr.
  8. Ástralía: 35 þúsund kr.
  9. Nýja-Sjáland: 26 þúsund kr.
  10. Sri Land: 25 þúsund kr.

Í athugun tryggingafélagsins var líka lagt mat á gæði læknisþjónustunnar í þessum tíu löndum sem er það í Nýja-Sjálandi sem fólk fær bestu þjónustuna miðað við verð og í öðru sæti er Ástralía og svo Kosta Ríka. Indland rekur hins vegar lestina.