Aðventuferðirnar til New York hafa oftar hækkað en lækkað í verði

newyork loft Troy Jarrell

Sá sem bókaði far til New York yfir helgi í nóvember eða desember í lok sumars fékk sennilega ódýrari miða en sá sem pantar í dag. Það á þó ekki við í öllum tilvikum. Sá sem bókaði far til New York yfir helgi í nóvember eða desember í lok sumars fékk sennilega ódýrari miða en sá sem pantar í dag. Það á þó ekki við í öllum tilvikum.
Þann 30. ágúst sl. kostaði 99.345 krónur að fljúga með Delta frá Keflavíkurflugvelli til New York 11. til 14. nóvember. Í dag er farmiðinn hins vegar rúmlega 21 þúsund krónum ódýrari. Flestar aðrar helgar í nóvember og desember hafa fargjöld félaganna þriggja sem fljúga héðan til New York hins vegar hækkað eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Þar eru bornar saman niðurstöður verðkönnunar sem Túristi gerði á fargjöldum 30. ágúst og í dag en fyrsta ferð WOW air er hins vegar ekki fyrr en í lok nóvember. Athygli vekur að í desember eru fargjöld Icelandair og Delta ódýrari en í nóvember en hvort sá verðmunur skrifist á aukna samkeppni eða þá staðreynd að lengra er í brottför skal ósagt látið. Í könnunum er farangursgjaldi WOW air bætt við lægsta verðið á hverjum tíma. Farþegar Icelandair geta hins vegar tekið með sér tvær töskur í flugi til Bandaríkjanna og hjá Delta er ein taska innifalin.

Túristi mælir með leitarvél Momondo fyrir þá sem vilja bera saman verð félaganna á öðrum dagsetningum og jafnvel hvort það geti verið ódýrari að fljúga út með einu félagi en heim með öðru.