Vilja efla innanlandsflug frá Kaupmannahöfn fyrir ferðaþjónustuna

kaupmannahof farthegar

Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem forkólfar ferðaþjónustunnar sjá tækifæri í eflingu innanlandsflugs. Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem forkólfar ferðaþjónustunnar sjá tækifæri í eflingu innanlandsflugs.
Kaupmannahafnarflugvöllur er sá fjölfarnasti á Norðurlöndum en þaðan flugu 27 milljónir farþega í fyrra og þar af nýttu 1,6 milljónir sér innanlandsflugið. Sá hluti starfseminnar hefur hins vegar dregist saman síðustu ár en Thomas Woldbye, forstjóri flugvallarins, segist tilbúinn til að leggja um 10 milljónir danskra króna (rúmar 160 milljónir íslenskar) í sérstakan sjóð sem fjárfesta eigi í innanlandsfluginu. Í viðtali við Jótlandspóstinn segir Woldbye að með auknu innanlandsflugi þá fengju hinar dreifðari byggðir landsins að njóta vinsælda Kaupmannahafnar meðal ferðamanna. Í dag fljúgi túristar í höfuðborginni nefnilega sjaldan út á land og til að mynda er ekkert beint flug í boði milli Kastrup og H.C. Andersen flugvallar í Óðinsvéum. Á milli borganna tveggja keyra hins vegar lestir nokkrum sinnum á dag en þrátt fyrir það þá telur flugvallarstjórinn að það sé markaður fyrir aukið innanlandsflug innan Danmerkur.

Breytingar í farvatninu á Keflavíkurflugvelli

Líkt og kom fram í greinum Túrista í haust þá er það mat forkólfa ferðaaþjónustunnar á Norðurlandi og á hinum Norðurlöndunum að mikilvægt sé að tengja saman innanlands- og millilandsflug frá sömu flughöfn. En Keflavíkurflugvöllur nýtur þeirrar sérstöðu, meðal stærstu flugvalla Norðurlandanna, að vera sá eini þar sem allar vélarnar fljúga út í heim og farþegar á leið í innanlandsflug verða að færa sig yfir á annan flugvöll. Paavo Virkkunen, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Finnlands, öfundar starfsbærður sína hér á landi ekki af þessari stöðu. „Ég ímynda mér að það myndi valda alvarlegum skaða á ferðaþjónstuframboðinu ef það væri nauðsynlegt að skipta um flugvöll í Helsinki til að komast í innanlandsflug og það myndi því vera mikil áskorun að fást við það. Til allrar hamingju eru engar líkur á sú staða komi upp,” sagði Virkkunen m.a. í svari til Túrista
Staðan mun hins vegar batna töluvert í lok febrúar þegar beint heilsársflug Flugfélags Íslands milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar hefst en þetta verður í fyrsta skipti sem félagið býður upp á þessa flugleið utan háannatíma.