Beina flugið til Bandaríkjanna takmarkast við fylki Demókrata

bna fani

Af þeim öllum þeim bandarísku flugvöllum sem flogið er til frá Íslandi þá er aðeins einn í fylki þar sem útlit er fyrir að meirihlutinn kjósi Donald J. Trump. Af þeim öllum þeim bandarísku flugvöllum sem flogið er til frá Íslandi þá er aðeins einn í fylki þar sem útlit er fyrir að meirihlutinn kjósi Donald J. Trump.
Einn af hverjum fjórum gestum íslenskra hótela kemur frá Bandaríkjunum og ljósin verða því sennilega kveikt á mörgum hótelherbergjum hér á landi, aðfaranótt miðvikudags, þegar talning atkvæða í forsetakosningunum vestanhafs fer fram. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir í hópi ferðamanna á Íslandi og þeim hefur fjölgað hratt síðustu misseri enda hafa flugsamgöngur milli landanna aukist gríðarlega. Í ár hefur verið flogið héðan til 14 bandarískra flugvalla og að minnsta kosti fjórir bætast við á því næsta. Aðeins einn af þessum átján flugvöllum er í fylki þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að meirihlutinn kjósi Donald J. Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Sá er borginni Anchorage í Alaska en þangað flýgur Icelandair yfir sumarmánuðina. Fjórtán flugvellir eru hins vegar í bláum fylkjum þar sem ekki bendir til annars en að Hillary Clinton fá flest atkvæði samkvæmt nýjustu skoðanakönnun New York Times. Staðan er hins vegar tvísýn í Flórída þar sem finna má þrjá flugvelli sem tengjast leiðakerfi Keflavíkurflugvallar og eru þeir merktir með grænum lit á kortinu hér fyrir neðan. Blái liturinn er fyrir flughafnir á svæði Demókrata og sá rauði fyrir Replúblikana.
Fylgi flokkana tveggja hefur reyndar lengi verið í nokkuð föstum skorðum eftir fylkjum. Demókrata er helst að finna við vestur- og austurstöndina en Repúblikanar eru í meirihluta í mið- og suðurríkjunum. Á því svæði eru nokkrir af stærstu flugvöllum Bandaríkjanna en íslensku flugfélögin hafa enn sem komið er ekki bætt þeim við leiðakerfi sitt.