Engar Tyrklandsreisur frá Íslandi næsta sumar

nazar allinclusive

Ferðaskrifstofan Nazar hefur síðustu sumur boðið upp á sólarlandaferðir héðan til Tyrklands en gert verður hlé á ferðunum fram til þarnæsta árs. Ferðaskrifstofan Nazar hefur síðustu sumur boðið upp á sólarlandaferðir héðan til Tyrklands en gert verður hlé á ferðunum fram til þarnæsta árs.
Ótryggt ástand í Tyrklandi og stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi hefur dregið mjög úr eftirspurn eftir ferðum á tyrkneskar sólarstrendur. Það á líka raunin meðal Norðurlandabúa og því hafa forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Nazar, sem hefur m.a. boðið upp á vikuleg flug héðan til Antalya, ákveðið að fella niður allar ferðir næsta sumar frá 15 norrænum flugvöllum. Þar á meðal frá Keflavíkurflugvelli og Akureyri. Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, segir í samtali við Túrista að stefnt sé að því að taka upp þráðinn sumarið 2018.

Til Rhodos í staðinn

Sem fyrr segir hefur Nazar verið stórtækt í sölu Tyrklandsferða frá Íslandi síðustu sumur og var eina ferðaskrifstofan sem bauð upp á reisur þangað í fyrra. Þá varð hins vegar að fella niður allar ferðir seinni hluta sumrsins vegna ástandsins í Tyrklandi. Yamanlar segir að heilt yfir þá muni Nazar fækka brottförum sínum til Tyrklands um helming á næsta ári en þess í stað verði boðið upp tvöfalt fleiri ferðir til grísku eyjunnar Rhodos. Hann vonast til að Íslendingum standi einnig til boða ferðir til Rhodos á þarnæsta ári þegar sala á ferðum héðan hefst á ný.

Myndi valda miklu verðlækkunum

Kemal Yamanlar telur að ef Nazar hefði ekki gert hlé á ferðum sínum frá Íslandi til Tyrklands á næsta ári þá hefði þurft að slá verulega af verðinu til að selja ferðirnar. Þess háttar verðlækkanir hefðu haft mikil áhrif á markaðinn fyrir sólarlandaferðir hér á landi. Farþegar hér á landi sem vilja halda til Tyrklands geta m.a. keypt ferðir með Nazar í gegnum hin Norðurlöndin eins og lesa má um á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
Túristi veit ekki til að aðrar íslenskar ferðaskrifstofur ætli að hafa Tyrklandsferðir á boðstólum á næsta ári.