Ferðamannaborgir næsta árs – topp 10

bordeaux

Aðstandendur ferðaritsins Lonley Planet birta árlega lista yfir þá lönd og borgir sem túristar ættu sérstaklega að leggja leið sína til á næstu misserum. 
Þó sífellt bætist nýir áfangastaðir við leiðakerfi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli þá er aðeins flogið beint þaðan til tveggja af þeim tíu borgum sem eru á topplista Lonely Planet yfir ferðamannaborgir næsta árs. Og báðar eru þær í Bandaríkjunum. Los Angeles sem WOW flýgur til og Portland sem er einn þriggja áfangastaða Icelandair í norðvesturhluta N-Ameríku.
Ástæðurnar fyrir því að þessar borgir urðu fyrir valinu eru margvíslegar, til dæmis einhver sérstakir viðburðir, opnanir á sýningum og þess háttar eða bara bættar samgöngur líkt og í tilviki Los Angeles.

Helstu ferðamannaborgirnar 2017 að mati Lonely Planet:

  1. Bordeaux, Frakklandi
  2. Höfðaborg, S-Afríku
  3. Los Angeles, Bandaríkjunum
  4. Merida, Mexíkó
  5. Ohrid, Makedóníu
  6. Pistoia Ítalíu
  7. Seoul, S-Kóreu
  8. Lissabon, Portúgal
  9. Moskva, Rússlandi
  10. Portland Or., Bandaríkjunum