Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Friðgeirs Einarssonar

fridgeir benedikt

Hann tekur alltaf með sér tannþráð í ferðalagið, er svag fyrir því að sofa undir berum himni og ætlar aldrei aftur til Hildesheim. Friðgeir Einarsson deilir hér nokkrum ferðasögum með lesendum Túrista en nýverið kom út hans fyrsta bók, smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita.

Fyrsta ferðalagið til útlanda
Ég var orðinn þrettán ára þegar ég kom í fyrsta skipti til útlanda, þá orðinn æði forvitinn um hvað færi eiginlega fram í öðrum löndum. Ég dvaldi með hópi knattspyrnudrengja í sumarhúsabyggð í Hollandi, og þó að upplifunin hafi ekki beinlínis verið söguleg eða framandi – hún samanstóð af daglegum ferðir í sundlaug með vatnsrennibraut, heimsókn í sportvöruverslun og æfingaleikur við starfsmenn á hóteli í nágrenninu – þá fannst mér þetta heilmikið ævintýri sem ég skjalfesti ítarlega með ljósmyndum og í dagbókarfærslum.

Best heppnaða utanlandsferðin
Á þrítugsaldri fór ég í nokkrar velheppnaðar ferðir, þar á meðal Indlands, Kína og Suður-Ameríku. Tíminn var einna best nýttur í Ekvador, en þar sem ég dvaldist í mánuð með bróður mínum. Ekvador er ekki stórt land, en það má segja að þar megi finna sýnishorn af öllu sem ferðamönnum þykir almennt áhugaverðast við Suður-Ameríku; á einum mánuði náðum við að heimsækja regnskóga, fjallaborgir í Andes, klifum sexþúsund metra tind og silgdum í kringum Galapagos-eyjar. Það var engu líkt.

Tek alltaf með mér í ferðalagið
Ég tek alltaf með mér tannþráð því það getur verið gott að ná tægjum af framandi mat úr tönnunum, en ekki síður af því að hann er sterkur og þar með góður til viðgerða ef eitthvað gefur sig, klæðnaður eða töskur.

Ég ætla aldrei aftur til
Ef ég þyrfti aldrei að koma aftur til þýsku borgarinnar Hildesheim væri ég nokkuð sáttur við minn hlut. Þangað fór ég einu sinni til að sýna leiksýningu og leiddist dvölin alveg hræðilega. Þýskar borgir eru margar hverri annarri líkar, með eina göngugötu þar sem sömu verslunarkeðjurnar selja sama draslið og fullkomin meðalmennska gín við hvert sem litið er. Kannski var ég í vondu skapi þegar ég var í Hildesheim, en ég ákvað allavega að koma ekki þangað aftur ótilneyddur.
fridgeirEftirminnilegasta máltíðin í útlöndum
Ég reyni stundum að mana mig upp í að borða eitthvað skrítið og eftirminnilegt eins og hunda eða naggrísi eða eitthvað þess háttar, en gugna iðulega á því. Í Perú beit ég í lifandi lirfu af áeggjan leiðsögumanns. Það var ekki nándar nærri jafn viðbjóðslegt og ég hefði búist við, en samt ekki eitthvað sem mig langar að gera aftur. Um daginn var í Graz í Austurríki, skammt frá æskuheimili Arnold Schwarzeneggers, og snæddi þar villigölt. Það var kannski ekkert sérstaklega undarlegt, en alveg hrikalega gott.

Minnistæðasta hótelið sem ég hef búið á
Ég algjört svag fyrir að sofa undir berum himni. Á eynni Diu við Indland svaf ég einu sinni uppi á þaki afhelgaðrar kirkju og borgaði fyrir það fáeinar krónur. Þó að það hafi ekki beinlínis verið þægilegt, þá var það mér minnisstætt og ég lét meira að segja eina persónu í nýju bókinni minni, Takk fyrir að láta mig vita, tala um þennan gistimöguleika.

Uppáhalds áfangastaðurinn minn er
Það breytist ört, en ætli ég hafi ekki oftar þvælst til Berlínar en annarra staða. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað til dundurs þar. Ég fer stunda leikhúsin og listasöfnin, en Berlínarbúar taka menningu mjög alvarlega; framúrstefnulist og hvers kyns spennandi úrkynjun blómstrar.

Þangað er ferðinni heitið næst
Næst á dagskránni er ég einmitt ferð til Berlínar til að sýna leiksýningu. Í janúar sýni ég leikritið Crisis Meeting í samnorræna sendiráðinu ásamt félögum mínum í leikhópnum Kriðpleiri. Það er hluti af útrás Mengis sem stendur fyrir ýmsum listviðburðum þar í vetur.

Minnistæðasta ferðalagið um Ísland
Ferðir mínar um Ísland eiga það til að renna saman í eitt, en síðustu ár hef ég frekar sótt í að komast í kyrrð og ró á landsbyggðinni en að skoða náttúruminjar eða eitthvað slíkt. Þarsíðasta sumar leigðum við fjölskyldan orlofshús í Hrísey. Það var kyrrlátur tími og margar minningar sköpuðust, en það væri drepleiðinlegt fyrir lesundur ef ég færi að rekja ferðasöguna hér.
Í Takk fyrir að láta vita er að finna smásögu um ferðalag í safn tileinkuðu Arnold Schwarzenegger. Hana má lesa hér.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …