Ferðunum fjölgaði til allra borga nema Boston

flugtak 860 a

Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa sífellt meira og meira val. Brottfarirnar verða tíðari til rótgróinna áfangastaða og fleiri borgir bætast við leiðakerfin. Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa sífellt meira og meira val. Brottfarirnar verða tíðari til rótgróinna áfangastaða og fleiri bætast við.
Að jafnaði var boðið upp á sjö flug á dag frá Keflavíkurflugvelli til Lundúna í október og ferðunum til Kaupmannahafnar fjölgaði um nærri helming frá því í október í fyrra. Þessar tvær borgir eru sem fyrr þeir tveir áfangastaðir sem oftast er flogið til en eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá eykst umferðin um tugi prósenta til fjöldamargra annarra áfangastaða líka. Boston er hins vegar eina borgir á topp tíu listanum þar sem samdráttur hefur orðið milli tímabila.