Farmiðinn til New York um helgina lækkar um fjórðung

newyork loft Troy Jarrell

Það borgar sig ekki alltaf að bóka farmiðana með löngum fyrirvara. Það borgar sig ekki alltaf að bóka farmiðana með löngum fyrirvara.
Sá sem bókar í dag flugmiða með Delta til New York á föstudaginn og heim í byrjun næstu viku fær farið á rúmar 64 þúsund krónur. Farþegi sem gekk frá pöntun á sætum í þessar sömu flugferðir fyrir 10 vikum síðan þurfti hins vegar að greiða 99 þúsund krónur. Farmiðinn hefur s.s. lækkað um nærri fjórðung frá sumarlokum samkvæmt verðkönnunum Túrista. Verðþróunin er sambærileg hjá Delta næstu helgar á eftir eins og sjá má á efsta grafinu hér fyrir neðan. Hjá Icelandair hafa fargjöldin aftur á móti hækkað verulega á þessu tímabili og þeir sem bóka í dag helgarflug til New York í nóvember eða desember borga mun meira fyrir farið en hjá Delta eða WOW air. Farmiðaverðið hjá WOW air hefur líka farið hækkandi en félagið fer jómfrúarferð sína til New York í lok þessa mánaðar. Þess ber að geta að í verðkönnunum Túrista er farangursgjaldi WOW air bætt við lægsta verðið á hverjum tíma. Farþegar Icelandair geta hins vegar tekið með sér tvær töskur í flugi til Bandaríkjanna og hjá Delta er ein taska innifalin.
Túristi mælir með leitarvél Momondo fyrir þá sem vilja bera saman verð félaganna á öðrum dagsetningum og jafnvel hvort það geti verið ódýrari að fljúga út með einu félagi en heim með öðru.