Mismunandi takmarkanir á handfarangri flugfarþega

flugvel um bord chris brignola

Sum flugfélög leyfa eins þungan handfarangur og farþeginn getur borið á meðan flest önnur setja strangari skorður. Reglurnar eru þó mismunandi milli fyrirtækja. Sum flugfélög leyfa eins þungan handfarangur og farþeginn getur borið á meðan flest önnur setja strangari skorður. Reglurnar eru þó mismunandi milli fyrirtækja.
Fyrir þremur árum síðan rýmkuðu forsvarsmenn WOW air reglurnar um handfarangur og hækkuðu hámarksþyngdina úr átta kílóum í tíu. Ári síðar var heimildin helminguð niður í fimm kíló en í sumar var henni aftur breytt í 10 kíló. Svanhvít Friðriksdóttir, upplysingafulltrúi WOW, segir ástæðuna fyrir þessum tíðu breytingum vera þá að alltaf sé verið að þróa viðskiptamódel flugfélagsins. Með þessari nýju hámarksþyngd er WOW ekki lengur það flugfélag á Keflavíkurflugvelli með minnstu handfarangursheimildina því hún er núna álíka og hjá mörgum öðrum félögum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Flest þeirra setja markið við 10 kíló en hjá þremur þeirra er hins vegar ekkert hámark svo lengi sem farþeginn sjálfur getur lyft töskunni hjálparlaust upp í farangursboxin fyrir ofan sætin.
Hjá Flugfélagi Íslands er heimildin minnst en þar má handfarangurinn í mesta lagi vera sex kíló. Skýringin á því kann að vera sú að félagið notast við mun minni flugvélar en hin flugfélögin á Keflavíkurflugvelli.

Ummálið skiptir líka máli

Flugfélögin setja farþegunum líka skorður hvaðar varðar stærð þess sem þeir taka með sér inn í vél. Oftast er miðað við hefðbundna handfarangurstösku sem er um 55 sm á hæð en töskurnar verða þó að vera minni, nema keypt sé aukaheimild, hjá Wizz og WOW eða 42 sm. Breidd og hæð töskurnar skiptir líka máli en hjá öllum flugfélögum mega farþegarnir aðeins taka með sér eina ferðatösku. Oftast er þó tekið fram að auk þess megi þeir hafa meðferðis litla handtösku en það er hins vegar ekki algilt.