Hlutdeild WOW eykst hratt

icelandair wow

Íslensku flugfélögin eru samtals með 80 prósent hlutdeild í umferðinni á Keflavíkurflugvelli en bilið milli þeirra tveggja minnkar hratt. Íslensku flugfélögin eru samtals með 80 prósent hlutdeild í umferðinni á Keflavíkurflugvelli en bilið milli þeirra tveggja minnkar hratt.
Í október árið 2013 stóð Icelandair undir þremur af hverjum fjórum áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli en núna, þremur árum síðar, er hlutfallið komið niður í tæp 58 prósent. Þó félagið hafi aukið umsvif sín verulega á þessu tímabili. Ástæðan fyrir því að hlutdeild Icelandair dregst saman, þrátt fyrir fjölgun ferða, er sú að nú fljúga mun fleiri flugfélög til og frá landinu og eins hefur flugáætlun WOW air margfaldast. Í október 2013 fór WOW air til að mynda 130 áætlunarferðir en þær voru ríflega þrefalt fleiri í síðasta mánuði. Þá lét nærri að fjórða hver þota sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli væri merkt íslenska lággjaldaflugfélaginu eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Þess ber að geta að útreikningar Túrista byggja aðeins á fjölda áætlunarferða en ekki farþegafjölda enda eru þær tölur ekki opinberar.