Samfélagsmiðlar

Hvernig er að fljúga með Vueling?

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands fyrir nokkrum árum síðan frá heimahöfn sinni í Barcelona. Túristi flaug með félaginu í fyrsta skipti nýverið.

vueling airbus

 

Fargjöldin
Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tegunda af farmiðum. Basic kallast þeir ódýrustu og um er að ræða berstrípaða flugmiða. Þeir sem vilja innrita tösku og velja sér sæti um leið geta keypt Optima farmiða og Excellence er fyrir þá sem vilja allt innifalið og líka aðgang að hinum svokölluðu betri stofum flugstöðvanna.

Innritun
Allt að fjórum dögum fyrir brottför er hægt að innrita sig í flugið á heimasíðu flugfélagsins eða í gegnum app. Miðana má svo geyma í símanum og því óþarfi að prenta út nema maður kjósi það sérstaklega.

Sætin
Flugfloti Vueling samanstendur aðallega af Airbus A320 vélum með sæti fyrir 180 farþega. Og eins og hjá öðrum lággjaldafélögum þá sitja allir á sama farrými en hægt er að borga aukalega fyrir meira fótapláss, t.d. við neyðarútgang. Útsendari Túrista, sem er tæplega 190 sm á hæð, sat í hefðbundnu sæti og á leiðinni til Barcelona var rýmið fyrir lappirnar gott. Það skrifast þó ekki á rýmið milli sætaraða heldur þá staðreynd að í vélinni voru nýmóðins flugsæti sem eru með þynnri og mjórri sætisbökum en áður tíðkaðist. Með þessari nýjung verður til auka pláss milli sætisraða sem kemur sér vel fyrir þá lappalöngu. Ókosturinn er hins vegar sá að sætin eru ekki eins mjúk og borðin eru nokkru minni, álíka breið og meðalstór spjaldtölva. Á leiðinni heim frá Barcelona var vélin hins vegar útbúin hefðbundnum sætum sem eru mýkri og stærri en þá varð fótaplássið um leið minna.

Maturinn
Flugið milli Barcelona og Keflavíkurflugvallar tekur rúma fjóra tíma og á heimleiðinni er lagt í hann frá Terminal 1 á El Prat um kvöldmatarleytið. Það er því hætt við að hungrið segi til sín eftir flugtak. Stærstu réttirnir sem eru á boðstólum eru langlokur með annars vegar með hráskinku og osti og hins vegar með tómötum og fetaosti. Þó þær séu ekkert lostæti þá eru þær mun betri en hinar klassískur baguette með brauðskinku og osti sem lengi hafa verið í boði í Íslandsflugi. Brauðmetið hjá Vueling kostar 6,5 evrur (um 790 kr.) og fyrir sömu upphæð má fá barnabox fyrir þau yngstu en innihaldið er heldur óhollt. Fyrir litla vatnsflösku greiðir maður 2,1 evru (255 kr.), kaffið og gos er á 2,6 evrur (320kr.) og bjórinn á 3,5 (420 kr). Þeir sem vilja byrja eða enda ferðalagið með cava borga 5,5 evrur (670 kr.)fyrir litla flösku.

Lesefni
Flugtímarit Vueling heitir Ling og eins og gefur að skilja er þar fókusað á ferðatengt efni og þá auðvitað um áfangastaði Vueling. Þarna eru stutt viðtöl við heimafólk, hugmyndir að dagskrá í ferðalaginu og þess háttar. Tímaritið er skreytt með skemmtilega teiknuðum kortum og ljósmyndirnar eru meira í anda dagblaða en glanstímarita. Og til marks um hversu ferskt rit Ling er þá þar ekki að finna hin klassíska leiðara forstjóra flugfélagsins sem sennilega fáir sakna enda eru þeir sjaldnast annað en auglýsingatexti settur í ögn hátíðlegri búning.

Þjónustan um borð
Líkt og gerist og gengur í fluginu þá hefst sala á veitingum um leið og sætisljósin slökkna og þeir svöngu þurfa því ekki að bíða lengi. Áhafnarmeðlimir Vueling eru duglegir við að ganga um farþegarýmið og taka rusl.
SJÁ HEIMASÍÐU VUELING

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …