Samfélagsmiðlar

Hvernig er að fljúga með Vueling?

Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling hóf að fljúga til Íslands fyrir nokkrum árum síðan frá heimahöfn sinni í Barcelona. Túristi flaug með félaginu í fyrsta skipti nýverið.

vueling airbus

 

Fargjöldin
Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tegunda af farmiðum. Basic kallast þeir ódýrustu og um er að ræða berstrípaða flugmiða. Þeir sem vilja innrita tösku og velja sér sæti um leið geta keypt Optima farmiða og Excellence er fyrir þá sem vilja allt innifalið og líka aðgang að hinum svokölluðu betri stofum flugstöðvanna.

Innritun
Allt að fjórum dögum fyrir brottför er hægt að innrita sig í flugið á heimasíðu flugfélagsins eða í gegnum app. Miðana má svo geyma í símanum og því óþarfi að prenta út nema maður kjósi það sérstaklega.

Sætin
Flugfloti Vueling samanstendur aðallega af Airbus A320 vélum með sæti fyrir 180 farþega. Og eins og hjá öðrum lággjaldafélögum þá sitja allir á sama farrými en hægt er að borga aukalega fyrir meira fótapláss, t.d. við neyðarútgang. Útsendari Túrista, sem er tæplega 190 sm á hæð, sat í hefðbundnu sæti og á leiðinni til Barcelona var rýmið fyrir lappirnar gott. Það skrifast þó ekki á rýmið milli sætaraða heldur þá staðreynd að í vélinni voru nýmóðins flugsæti sem eru með þynnri og mjórri sætisbökum en áður tíðkaðist. Með þessari nýjung verður til auka pláss milli sætisraða sem kemur sér vel fyrir þá lappalöngu. Ókosturinn er hins vegar sá að sætin eru ekki eins mjúk og borðin eru nokkru minni, álíka breið og meðalstór spjaldtölva. Á leiðinni heim frá Barcelona var vélin hins vegar útbúin hefðbundnum sætum sem eru mýkri og stærri en þá varð fótaplássið um leið minna.

Maturinn
Flugið milli Barcelona og Keflavíkurflugvallar tekur rúma fjóra tíma og á heimleiðinni er lagt í hann frá Terminal 1 á El Prat um kvöldmatarleytið. Það er því hætt við að hungrið segi til sín eftir flugtak. Stærstu réttirnir sem eru á boðstólum eru langlokur með annars vegar með hráskinku og osti og hins vegar með tómötum og fetaosti. Þó þær séu ekkert lostæti þá eru þær mun betri en hinar klassískur baguette með brauðskinku og osti sem lengi hafa verið í boði í Íslandsflugi. Brauðmetið hjá Vueling kostar 6,5 evrur (um 790 kr.) og fyrir sömu upphæð má fá barnabox fyrir þau yngstu en innihaldið er heldur óhollt. Fyrir litla vatnsflösku greiðir maður 2,1 evru (255 kr.), kaffið og gos er á 2,6 evrur (320kr.) og bjórinn á 3,5 (420 kr). Þeir sem vilja byrja eða enda ferðalagið með cava borga 5,5 evrur (670 kr.)fyrir litla flösku.

Lesefni
Flugtímarit Vueling heitir Ling og eins og gefur að skilja er þar fókusað á ferðatengt efni og þá auðvitað um áfangastaði Vueling. Þarna eru stutt viðtöl við heimafólk, hugmyndir að dagskrá í ferðalaginu og þess háttar. Tímaritið er skreytt með skemmtilega teiknuðum kortum og ljósmyndirnar eru meira í anda dagblaða en glanstímarita. Og til marks um hversu ferskt rit Ling er þá þar ekki að finna hin klassíska leiðara forstjóra flugfélagsins sem sennilega fáir sakna enda eru þeir sjaldnast annað en auglýsingatexti settur í ögn hátíðlegri búning.

Þjónustan um borð
Líkt og gerist og gengur í fluginu þá hefst sala á veitingum um leið og sætisljósin slökkna og þeir svöngu þurfa því ekki að bíða lengi. Áhafnarmeðlimir Vueling eru duglegir við að ganga um farþegarýmið og taka rusl.
SJÁ HEIMASÍÐU VUELING

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …