Óbreytt eldsneytisþörf fyrir innanlandsflug fram til 2050

flugvel john cobb

Á meðan notkunin fyrir millilandaflug nærri fimmfaldast er spáð þriðjungs samdrætti í innanlandsflugi. Á meðan notkunin í millilandaflugi nærri fimmfaldast er spáð þriðjungs samdrætti í innanlandsflugi.
Sala á eldsneyti fyrir millilandaflug hefur aukist verulega hér á landi samfara aukinni umferð um Keflavíkurflugvöll. Í ár er áætlað að samtals verði um 282 þúsund tonnum af eldsneyti dælt á flugvélarnar sem fljúga til og frá landinu. Það er um þriðjungi meira en í fyrra og frá aldarmótum hefur notkunin ríflega tvöfaldast þegar hún var um 130 þúsund tonn. Árið 2050 er hins vegar búist við að notkunin verði 583 þúsund tonn eða nærri fimmtalt meiri en árið 2000 samkvæmt eldsneytisspá Orkustofnunnar.
Í spánni er gert ráð fyrir að flugvélarnar taki 45 prósent af því bensíni sem þær þurfa hér á landi en afganginn á erlendum flughöfnum. 

Sparneyttari flugvélar og nýir orkugjafar

Þróunin í innanlandsfluginu er hins vegar þveröfug enda hefur farþegum fækkað um að jafnaði 2 prósent á ári undanfarin áratug samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu orkuspárnefndar. Um aldarmótin fóru um 9 þúsund tonn af þotueldsneyti á vélarnar sem flugu milli íslenskra flugvalla en gert er ráð fyrir að notkunin verði 6 þúsund tonn í ár. Samdrátturinn nemur um þriðjungi og búist er við að árleg notkun, fram til ársins 2050, verði sú sama og hún er um þessar mundir eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. Í spánni er gert ráð fyrir að innanlandsflug aukist í takt við fólksfjölda en á móti kemur að flugvélarnar verða sparneyttari og því eykst orkuþörfin ekki umfram það sem hún er í dag. Líkt og Túristi greindi frá þá fækkaði farþegum í innanlandsflugi á árunum 2011 til 2015 en á sama tíma meira en tvöfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi. 
Orkuspánefnd spáir því að notkun nýrra orkugjafa muni aukast í fluggeiranum og hlutdeild þess háttar eldsneytis verði eitt prósent af heildarnotkuninni eftir 30 ár en muni standa undir helmingi allrar notkunnar eftir 60 ár.