Frestur til að skila inn tilnefningum framlengdur

flug danist soh

Fram til áramót getur þú sett mark þitt á Íslensku ferðaverðlaunin. Fram til áramót getur þú sett mark þitt á Íslensku ferðaverðlaunin.
Mánaðarlega eru erlendir ferðamenn beðnir um að leggja mat sitt á Íslandsdvölina og á vefsíðum eins og Tripadvisor er urmull af umsögnum um flest það sem kemur að ferðalögum. Hins vegar vitum við lítið um hvað Íslendingum sjálfum finnst þegar kemur að flugfélögum, áfangastöðum, þjónustunni á Keflavíkurflugvelli og fleira. Túristi ætlar að bæta úr þessu og efnir til Íslensku ferðaverðlaunanna og eru lesendur beðnir um að senda inn tilnefningar hér fyrir neðan. Í byrjun næsta árs hefst svo kosningin sjálf.
Upphaflega stóð til að hefja kosninguna nú í lok árs en af ýmsum ástæðum verður því seinkað fram yfir áramót.