Milljarður ferðamanna

erlendir ferdamenn

Jarðarbúar eru á meira flakki en áður og sérfræðinga Alþjóða ferðamálaráðsins sjá fram á áframhaldandi ferðagleði. Jarðarbúar eru á meira flakki en áður og sérfræðinga Alþjóða ferðamálaráðsins sjá fram á áframhaldandi ferðagleði.
Á meðan ferðaþjónustuna blómstrar hér á landi er hún í mikilli lægð í löndum eins og Tyrklandi, Egyptalandi og víðar þar sem ástandið er ótryggt. Á heimsvísu hefur ferðamönnum þó fjölgað og nam aukningin fjórum prósentum fyrstu níu mánuði ársins. Þá voru ferðamenn 956 milljónir talsins samkvæmt nýjasta uppgjöri Alþjóða ferðamálaráðsins (UNWTO). Til samanburðar heimsóttu Ísland nærri 1,4 milljónir ferðamanna á þessu tímabili sem er aukning um 33,9 prósent. Aukning hér á landi var því ellefu sinnum meiri en meðaltalið var í heiminum öllum.

S-Kórea á pari við Ísland

Ísland er þó ekki eina landið sem hefur upplifað svona mikinn vöxt í ár því uppgangurinn i ferðageiranum í Suður-Kóreu var jafnmikill og hér heima. Í Víetnam fjölgaði ferðafólki ögn meira eða um 36 prósent og í Japan nam aukningin nærri fjórðungi. Í Evrópu er Ísland hins vegar í sérflokki þegar kemur að örum vexti ferðaþjónustu. Í álfunni allri hefur túristum til að mynda aðeins fjölgað um 2 prósent í ár. Á Spáni, Ungverjalandi, Portúgal og Írlandi var vöxturinn mældur í tveggja stafa tölum en á móti kom að samdráttur varð í Belgíu, Frakklandi og Tyrklandi.

Áfram mikil eftirspurn

Fjölmennustu þjóðir heims voru á faraldsfæti í ár og til að mynda fóru nærri fimmtungi fleiri Kínverjar til útlanda fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við sama í tíma í fyrra. Hér á landi fjölgaði kínverskum ferðalöngum hins vegar um 29 prósent. Einnig hafa Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar og Þjóðverar keypt fleiri utanlandsferðir í ár en þessar fimm þjóðir eru stærstu markaðarnir fyrir ferðalög samkvæmt tilkynningu Alþjóða ferðamálaráðsins. Þar segir jafnframt að útlitið sé gott fyrir síðasta fjórðung ársins.