Svona hafa fargjöldin til New York hækkað og lækkað á víxl

newyork straeti

Frá því í lok sumars hefur Túristi fylgst með þróun farmiðaverðs til New York helgarnar fyrir jól. Eins og sjá má þá fær gerir sá sem bókar með löngum fyrirvara ekki alltaf bestu kaupin. Frá því í lok sumars hefur Túristi fylgst með þróun farmiðaverðs til New York helgarnar fyrir jól. Eins og sjá má þá fær gerir sá sem bókar með löngum fyrirvara ekki alltaf bestu kaupin.
Nú er sú staða komin upp í fyrsta skipti að þrjú flugfélög fljúga beint héðan til New York allt árið um kring. Áður var Icelandair eitt á þessari flugleiðina yfir vetrarmánuðina en etur nú kappi við bæði Delta og WOW air. Icelandair býður upp á flestar ferðir og halda þotur félagsins bæði til JFK flugvallar og Newark á meðan Delta flýgur aðeins til þess fyrrnefnda og WOW þess síðarnefnda. Það er því ljóst að umferðin milli Íslands og fjölmennustu borgar Bandaríkjanna á eftir að aukast verulega í vetur en bandarískir ferðamenn hafa í ár verið langfjölmennastir í hópi túrista hér á landi.
Túristi hefur gert reglulegar kannanir á farmiðaverðinu á þessari flugleið frá því í lok sumars og eins og sjá má þá hafa lægstu fargjöldin þróast í ýmsar áttir. Sérstaklega hjá Delta og WOW og í dag er til að mynda ódýrara að bóka far með félögunum tveimur helgina 16. til 19. des en það var þann 8. nóvember sl.
Líkt og í fyrri könnunum er gjaldi fyrir eina innritaða tösku bætt við farmiðaverðið hjá WOW en hjá Delta fylgir heimild fyrir einni tösku en farþegar Icelandair geta tekið tvær án viðbótargjalds.