Ódýrasta farið út í heim á 2.406 krónur

vilnius vetur

Flug til og frá landinu eykst um helming í janúar og þetta mikla framboð hefur áhrif á fargjöldin eins og sjá má á þessum dæmum. Flug til og frá landinu eykst um helming í janúar og þetta mikla framboð hefur áhrif á fargjöldin eins og sjá má á þessum dæmum.
Í janúar er ferðageirinn á Vesturlöndum víðast hvar í lægð og meira að segja í heimsborginni New York þarf að grípa til tilboða á hótelum, leikhúsum og matsölustöðum til að laða þangað túrista fyrstu vikur ársins. Það er hins vegar útlit fyrir að ferðamönnum á Íslandi muni fjölga gífurlega í janúar því þá mun framboð á millilandaflugi héðan aukast um helming líkt og Túristi greindi frá í gær. Þá verða farnar að jafnaði 49 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli til útlanda en í janúar í ár var meðaltalið 33 ferðir. Þessi mikla viðbót og sú staðreynd að færri ferðamenn eru á ferðinni í janúar gerir það að verkum að núna má finna mjög ódýra farmiða héðan og út í heim samkvæmt athugun Túrista. 

Helgarflug á innan við 15 þúsund

Lægstu fargjöldin er almennt að finna í seinni hluta janúar og t.d. má fljúga þriðju helgi mánaðarins til Edinborgar með easyJet fyrir 12.409 kr., til Madrídar á 14.400 kr. með Norwegian og farið með Wizz til Búdapest kostar það sama. Litlu meira kostar með WOW air yfir helgi til Stokkhólms og Edinborgar í janúar. Í þessum ofangreindum dæmum er um að ræða farmiða báðar leiðir en borga þarf aukalega fyrir farangur og handfarangursheimildin er mismunandi (sjá hér). Farmiðaverð Wizz til höfuðborgar Litháen slær hins vegar allt annað út því þangað kemstu fyrir 19,99 evrur, 2.400 kr þann 16. janúar. Og ódýrasta helgarflugið til Vilnius er dagana 20. til 23. janúar en það kostar aðeins rúmlega 7.800 kr. 

5 til London

London er sú borg sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli og þangað fara fimm flugfélög reglulega í allan vetur. Ódýrustu miðarnir eru hjá easyJet og Norwegian til London í janúar eru á 5.900 krónur en lægsta fargjald British Airways er  7.723 kr. Ögn dýrara er farið með WOW eða 7.999 kr. Icelandair er eina félagið þar sem farangur fylgir með og þar er ódýrasti miðinn á 14.915. 
Íslensku félögin tvö eru langumvifamest í flugi til og frá landinu og á fjöldamörgum dagsetningum má í dag finna flug á lágu verði til ófárra áfangastaða. Það á við um flug til Evrópu og N-Ameríku.
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Í ÞESSUM BORGUM OG FLEIRUM.