Samfélagsmiðlar

Ódýrasta farið út í heim á 2.406 krónur

vilnius vetur

Flug til og frá landinu eykst um helming í janúar og þetta mikla framboð hefur áhrif á fargjöldin eins og sjá má á þessum dæmum. Flug til og frá landinu eykst um helming í janúar og þetta mikla framboð hefur áhrif á fargjöldin eins og sjá má á þessum dæmum.
Í janúar er ferðageirinn á Vesturlöndum víðast hvar í lægð og meira að segja í heimsborginni New York þarf að grípa til tilboða á hótelum, leikhúsum og matsölustöðum til að laða þangað túrista fyrstu vikur ársins. Það er hins vegar útlit fyrir að ferðamönnum á Íslandi muni fjölga gífurlega í janúar því þá mun framboð á millilandaflugi héðan aukast um helming líkt og Túristi greindi frá í gær. Þá verða farnar að jafnaði 49 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli til útlanda en í janúar í ár var meðaltalið 33 ferðir. Þessi mikla viðbót og sú staðreynd að færri ferðamenn eru á ferðinni í janúar gerir það að verkum að núna má finna mjög ódýra farmiða héðan og út í heim samkvæmt athugun Túrista. 

Helgarflug á innan við 15 þúsund

Lægstu fargjöldin er almennt að finna í seinni hluta janúar og t.d. má fljúga þriðju helgi mánaðarins til Edinborgar með easyJet fyrir 12.409 kr., til Madrídar á 14.400 kr. með Norwegian og farið með Wizz til Búdapest kostar það sama. Litlu meira kostar með WOW air yfir helgi til Stokkhólms og Edinborgar í janúar. Í þessum ofangreindum dæmum er um að ræða farmiða báðar leiðir en borga þarf aukalega fyrir farangur og handfarangursheimildin er mismunandi (sjá hér). Farmiðaverð Wizz til höfuðborgar Litháen slær hins vegar allt annað út því þangað kemstu fyrir 19,99 evrur, 2.400 kr þann 16. janúar. Og ódýrasta helgarflugið til Vilnius er dagana 20. til 23. janúar en það kostar aðeins rúmlega 7.800 kr. 

5 til London

London er sú borg sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli og þangað fara fimm flugfélög reglulega í allan vetur. Ódýrustu miðarnir eru hjá easyJet og Norwegian til London í janúar eru á 5.900 krónur en lægsta fargjald British Airways er  7.723 kr. Ögn dýrara er farið með WOW eða 7.999 kr. Icelandair er eina félagið þar sem farangur fylgir með og þar er ódýrasti miðinn á 14.915. 
Íslensku félögin tvö eru langumvifamest í flugi til og frá landinu og á fjöldamörgum dagsetningum má í dag finna flug á lágu verði til ófárra áfangastaða. Það á við um flug til Evrópu og N-Ameríku.
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Í ÞESSUM BORGUM OG FLEIRUM.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …