Samfélagsmiðlar

Sænskar skíðabrekkur snævi þakktar

skistar are

Vetraríþróttir eru hátt skrifaðar í Svíþjóð og því gleðjast margir þar yfir fannfergi síðustu vikna.  Vetraríþróttir eru hátt skrifaðar í Svíþjóð og því gleðjast margir þar yfir fannfergi síðustu vikna enda búið að opna lyftur á mörgum skíðasvæðum. Ferðalagið í sænsku brekkurnar þarf ekki að vera flókið fyrir íslenskt skíðafólk.
Þó vissulega fylgist margir Svíar með gangi mála í enska boltanum, sérstaklega eftir að Zlatan Ibrahimovic fluttist til Manchester, þá fer meira fyrir útsendingum frá skíðaíþróttum í sænska sjónvarpinu en knattspyrnuleikjum. Um hverja einustu helgi eru langar beinar útsendingar frá keppnum í skíðagöngu, bruni og svigi og oftar en ekki bæði laugardag og sunnudag. Í flestum greinum eiga Svíar keppendur í fremstu röð þó vissulega hafi enginn þeirra náð að feta í fótspor Ingemar Stenmark. En þegar hann var ósigrandi í sviginu á áttunda og níunda áratugnum þá sameinuðust landar hans fyrir framan skjáinn líkt. Svíar láta sér þó ekki nægja að sitja og horfa á keppnisfólkið því þeir eru líka duglegir við að sækja skíðasvæðin í landinu og sérstaklega í Sportorlofinu svokallaða en þá loka skólarnir í viku og fjölskyldufólk streymir þá upp til fjalla.
Það er því nóg að gera á sænsku skíðasvæðunum og fyrir hverja vertíð bætast við hraðari lyftur, fjölbreyttari brekkur og nýir gistimöguleikar. Og sennilega hefur ekki í langan tíma verið eins hagstætt fyrir Íslendinga að fara í skíðaferð til Svíþjóð líkt og það er nú. Fyrir það fyrsta hefur íslenska krónan styrkst verulega gagnvart þeirri sænsku og svo fljúga nú bæði Icelandair og WOW air til Stokkhólms. Flugmiðarnir gætu því orðið ódýrari í vetur.

Svíar bóka snemma

Vinsælustu skíðasvæðin í Svíþjóð eru flest talsvert fyrir norðan höfuðborgina þó hægt sé að skíða á höfuðborgarsvæðinu þegar það snjóar almennilega. Vilji maður hins vegar vera öruggur með gott færi þá eru úr óteljandi svæðum að velja í 3 til 6 tíma aksturfjarlægð frá Arlanda flugvelli og nú þegar hefur fjöldi þeirra verið opnaður. Einna þekktast er Sälen sem er mjög fjölskylduvænt svæði með alls kyns gistingu. Stærsta skíðasvæði Norður-Evrópu er hins vegar í Åre, 600 kílómetrum norðvestur frá Stokkhólmi, og þar er mun meira um að vera eftir að brekkunum lokar, þetta er því staðurinn fyrir þá sem vilja hafa úr ýmsu að moða á kvöldin og jafnvel fram á nótt. Vegna fjarlægðarinnar er einfaldast að fljúga langleiðina til Åre, annað hvort til Östersund eða til Þrándheims í Noregi og keyra svo síðasta spölinn. Fyrirtækið Skistar á og rekur skíðasvæðin við Sälen og Åre og Linda Morell, talskona fyrirtækisins, mælir með að þeir Íslendingar sem séu að spá í skíðaferð til Svíþjóðar bóki sem fyrst. „Að öllu jöfnu verður maður að panta gistingu með góðum fyrirvara til að fá það sem hentar best. Vikurnar í kringum skólafríin eru alltaf bókaðar með löngum fyrirvara og til að mynda byrjun við núna í desember að taka við pöntunum fyrir veturinn 2017-18”.

Skíðaganga í upplýstu spori

Hópur þeirra sem stundar skíðagöngu hér á landi fer ört stækkandi og svo mikið er víst að þeir sem vilja komast í gott spor í fallegum skógi eru vel í sveit settir í Svíþjóð. Þar, öfugt við það sem þekkist í Ölpunum, er nefnilega oftast tugir kílómetra af vel troðnum göngubrautum rétt við allar skíðabrekkur. Valmöguleikarnir eru því óteljandi og margar brautir upplýstar.  Þeir duglegu renna sér því á daginn en fara í skíðagöngu á kvöldin.

Ódýr flug í desember og janúar til Åre

Sem fyrr segir fljúga Icelandair og WOW til Stokkhólms og þaðan er svo hægt að fljúga áfram til Östersund, 80km frá Åre. Hjá Icelandair og hjá SAS er hægt að kaupa flugmiða alla leið og þannig er farþeginn á vegum flugfélagsins ef ferðaáætlunin riðlast, t.d. vegna ófærðar. Hægt að fá þess háttar miða hjá SAS á 42 þúsund krónur í janúar og fram í febrúar. Ódýrara getur verið að fljúga til Þrándheims, með millilendingu í Ósló samkvæmt athugun Túrista. Ódýrustu flugin í kringum helgar í janúar þangað og heim aftur eru á 33 þúsund krónur. Frá Þrándheimi tekur hins vegar rúma 2 tíma að keyra til Åre en ferðalagið er helminigi styttra frá Östersund.
Hjá easyJet eru svo að finna merkilga lág fargjöld frá London til Östersund á sunnudögum og kostar farið, báðar leiðir frá rúmum 5000 krónum. Brottför frá London er hins vegar árla dags og því gæti flugið heim hentað betur en stakur miði í desember og janúar kostar aðeins um 2400 kr. En borga þarf tvöfalda þá upphæð fyrir skíðin. Túristi mælir með því að nota leitarvél momondo.co.uk til að sjá hvaða kostir eru í boði og svo gæti borgað sig að ganga frá bókun á heimasíðu flugfélagsins sjálfs. Þeir sem vilja heldur leigja bíl við komuna til Stokkhólms geeta fengið skutbíl á um 3 til 5 þúsund krónur á dag samkvæmt leitarvél Rentalcars.

Verðdæmi frá Skistar í Åre:
Skíðapassi í 3 daga: Um 15 þúsund kr.
Skíðapassi í viku: Rúmar 25 þúsund kr.
Skíðabúnaður í 3 daga: 9 þúsund kr.
Gönguskíði í 3 daga: tæpar 7 þúsund kr.
Gisting: Tveggja manna herbergi frá 10 þúsund kr.

Yfir helgar er hægt að fá ódýrara far með Arlanda Express hraðlestinni frá flugvellinum og niður í bæ. Sjá hér

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …